Erlent

Menn verða að flytja út í geim

Stephen Hawking Prófessorinn virti hefur áhyggjur af framtíð mannkynsins og jarðarinnar.
Stephen Hawking Prófessorinn virti hefur áhyggjur af framtíð mannkynsins og jarðarinnar. MYND/AP

Örlög mannkynsins gætu ráðist á því hvort við finnum nýja plánetu til að búa á innan hundrað ára, að sögn Stephens Hawking, hins heimsfræga stjarneðlisfræðings.

"Við munum ekki finna nokkurn stað eins huggulegan og jörðina nema við förum til annars stjörnukerfis," sagði hann á fyrirlestri í Hong Kong á þriðjudag. "Líf á jörðu er í síaukinni hættu á útrýmingu vegna gróðurhúsaáhrifa, kjarnorkustyrjaldar, stökkbreyttrar veiru eða annars sem okkur hefur ekki enn hugkvæmst."

Hawking mun gefa út barnabók um eðli alheimsins á næstunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×