Aftur ráðist á þinghúsið í Palestínu 15. júní 2006 07:00 Frá mótmælunum í gær Þriðjungur þjóðarinnar hefur verið launalaus síðan í febrúar og kennir Hamas um ástandið. MYND/afp "Við erum hungruð! Burt með Haniyek!" hrópuðu mótmælendur við þinghús Palestínu í gær, en Hamas-stjórnin, með Ísmael Haniyek í forsæti, hefur ekki greitt út laun síðan í febrúar. Þriðjungur þjóðarinnar er á launum frá heimastjórninni og neyðin því mikil. Vesturveldin hafa að mestu skrúfað fyrir beina fjárhagsaðstoð til heimastjórnarinnar og erfitt er fyrir önnur ríki að koma til hjálpar því Bandaríkin hafa hótað bankastofnunum refsiaðgerðum, aðstoði þau við fjármagnsflutninga til Palestínu. Sú aðstoð yrði álitin aðstoð við hryðjuverkasamtök. Heimastjórnin segist vera búin að safna um sextíu milljónum dala í neyðaraðstoð frá erlendum ríkjum en féð kemst ekki til landsins vegna bankabannsins. Í gær var utanríkisráðherra Palestínu, Mahmoud Zahar, stöðvaður á flugvellinum á Gaza-svæðinu með fulla ferðatösku af peningum. Hann mun hafa safnað þeim erlendis á ferðalagi og ætlað að smygla þeim inn í landið. Það voru menn hliðhollir Fatah-hreyfingunni og forseta landsins, Mahmoud Abbas, sem gættu flugvallarins og stöðvuðu utanríkisráðherrann. Hann var með um 800.000 Bandaríkjadali í töskunni, rúmar sextíu milljónir króna. Ekki var útséð hvort fénu yrði skilað áfram til heimastjórnarinnar, en rígur og ósætti einkenna samlíf þessara tveggja hreyfinga, Fatah og Hamas. Mótmælin í gær benda síst til að hreyfingarnar séu að nálgast nokkra málamiðlun, því mótmælendurnir, sem hrópuðu ókvæðisorð að Hamas-stjórninni, voru sagðir Fatah-liðar, en fyrr í vikunni fóru þeir einnig hamförum í Ramallah og settu eld að þinginu þar. Að auki var Hamas-liði skotinn til bana á Gaza-svæðinu í vikunni, líklega af Fatah-mönnum. Þrátt fyrir allt eru viðræður í gangi milli forvígismanna hreyfinganna og er meðal annars tekist á um stofnun palestínska ríkisins og viðurkenningu á tilvistarrétti Ísraelsríkis. Langt mun þó í land, því fylkingarnar eru á öndverðum meiði hvað varðar Ísrael. Hamas-samtökin vilja hvorki meira né minna en "algjöra útrýmingu" Ísraelsríkis, meðan Fatah hafa lýst sig tilbúin til viðræðna við nágrannaríkið, sem í vikunni gerði "fyrirbyggjandi" loftárás á Gaza-svæðið. Erlent Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
"Við erum hungruð! Burt með Haniyek!" hrópuðu mótmælendur við þinghús Palestínu í gær, en Hamas-stjórnin, með Ísmael Haniyek í forsæti, hefur ekki greitt út laun síðan í febrúar. Þriðjungur þjóðarinnar er á launum frá heimastjórninni og neyðin því mikil. Vesturveldin hafa að mestu skrúfað fyrir beina fjárhagsaðstoð til heimastjórnarinnar og erfitt er fyrir önnur ríki að koma til hjálpar því Bandaríkin hafa hótað bankastofnunum refsiaðgerðum, aðstoði þau við fjármagnsflutninga til Palestínu. Sú aðstoð yrði álitin aðstoð við hryðjuverkasamtök. Heimastjórnin segist vera búin að safna um sextíu milljónum dala í neyðaraðstoð frá erlendum ríkjum en féð kemst ekki til landsins vegna bankabannsins. Í gær var utanríkisráðherra Palestínu, Mahmoud Zahar, stöðvaður á flugvellinum á Gaza-svæðinu með fulla ferðatösku af peningum. Hann mun hafa safnað þeim erlendis á ferðalagi og ætlað að smygla þeim inn í landið. Það voru menn hliðhollir Fatah-hreyfingunni og forseta landsins, Mahmoud Abbas, sem gættu flugvallarins og stöðvuðu utanríkisráðherrann. Hann var með um 800.000 Bandaríkjadali í töskunni, rúmar sextíu milljónir króna. Ekki var útséð hvort fénu yrði skilað áfram til heimastjórnarinnar, en rígur og ósætti einkenna samlíf þessara tveggja hreyfinga, Fatah og Hamas. Mótmælin í gær benda síst til að hreyfingarnar séu að nálgast nokkra málamiðlun, því mótmælendurnir, sem hrópuðu ókvæðisorð að Hamas-stjórninni, voru sagðir Fatah-liðar, en fyrr í vikunni fóru þeir einnig hamförum í Ramallah og settu eld að þinginu þar. Að auki var Hamas-liði skotinn til bana á Gaza-svæðinu í vikunni, líklega af Fatah-mönnum. Þrátt fyrir allt eru viðræður í gangi milli forvígismanna hreyfinganna og er meðal annars tekist á um stofnun palestínska ríkisins og viðurkenningu á tilvistarrétti Ísraelsríkis. Langt mun þó í land, því fylkingarnar eru á öndverðum meiði hvað varðar Ísrael. Hamas-samtökin vilja hvorki meira né minna en "algjöra útrýmingu" Ísraelsríkis, meðan Fatah hafa lýst sig tilbúin til viðræðna við nágrannaríkið, sem í vikunni gerði "fyrirbyggjandi" loftárás á Gaza-svæðið.
Erlent Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira