Erlent

Loka ber fangabúðunum strax

Guantanamo Bandarískur hermaður stendur vörð yfir Guantanamo-fangabúðunum á Kúbu.
Guantanamo Bandarískur hermaður stendur vörð yfir Guantanamo-fangabúðunum á Kúbu. MYND/ap

Fimm mannréttindasérfræðingar Sameinuðu þjóðanna kölluðu í gær eftir tafarlausri lokun fangabúða Bandaríkjahers við Guantanamo-flóa á Kúbu. Yfirlýsing þeirra var birt á vef Sameinuðu þjóðanna.

Fangabúðirnar hafa verið mikið gagnrýndar undanfarið, eftir að þrír fangar frömdu sjálfsvíg þar um síðustu helgi. Enginn þeirra hafði sætt formlegri ákæru, ekki fremur en langflestir hinna 460 fanga sem þar dúsa. Sumir hafa verið þar frá opnun búðanna árið 2002.

Í gær kom jafnframt fram að faðir eins hinna látnu segist telja að sonur sinn hafi verið myrtur af hermönnum. Kallaði hann eftir alþjóðarannsókn á málinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×