Erlent

Stórt skref í aðskilnaðarátt

José Luis Rodríguez Zapatero  Forseti Spánar þykir afar umburðarlyndur hvað sjálfsstjórnarmálin varðar.
José Luis Rodríguez Zapatero Forseti Spánar þykir afar umburðarlyndur hvað sjálfsstjórnarmálin varðar. MYND/Nordicphotos/afp

Líkur eru á því að kjósendur í Katalóníuhéraði samþykki næstkomandi sunnudag áætlun um aukna sjálfstjórn héraðsins. Íhaldsmenn á Spáni leggja þetta að jöfnu við áætlun um sjálfstæði Katalóníu og upplausn Spánar. Upplausn Spánar má reyndar kalla stjórnarskrárbundna, því í stjórnarskrá landsins er kveðið á um að vald ríkisins skuli í áranna rás vera fært æ frekar heim í héruðin.

Aðskilnaðarsinnar halda því fram að áætlunin sem samþykkja á næsta sunnudag, geri ekki meira en að herða á sjálfsögðum stjórnarskrárbundnum rétti. Sannleikurinn er þó sá að á sunnudag verður kosið um sjálfstæðari skattheimtu, dómskerfi og víðtæka aukna sjálfstjórn á fjölmörgum sviðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×