Erlent

Á þriðja þúsund fallnir

 2.500 Bandaríkjamenn hafa nú látið lífið í Írak. Umræður í Bandaríkjunum um stríðið í Írak hafa þótt á jákvæðari nótunum síðustu daga, en víst er að andstæðingar stríðsrekstursins eiga eftir að vekja mikla athygli í fjölmiðlum á nýrri tölu látinna.

Einnig þykir þetta óheppilegt fyrir George W. Bush, en hann heimsótti Írak nýverið og hefur í kjölfarið talað um batnandi ástand þar eystra. Að minnsta kosti 30.000 almennir íraskir borgarar hafa látist í stríðinu og um 4.800 íraskir her- og lögreglumenn.

Enn eru 127.000 bandarískir hermenn í Írak.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×