Erlent

Viðurkenna Svartfjallaland

Hátíð í Svartfjallalandi
Margir Svartfellingar fagna sjálfstæði þessa dagana.
Hátíð í Svartfjallalandi Margir Svartfellingar fagna sjálfstæði þessa dagana. MYND/nordicphotos/afp

Ríkisstjórn Serbíu viðurkenndi í gær sjálfstæði Svartfjallalands og tilkynnti að komið yrði á stjórnmálasambandi ríkjanna á milli. Svartfjallaland lýsti yfir sjálfstæði og sambandsslitum frá Serbíu hinn 3. júní eftir þjóðar­atkvæðagreiðslu.

Svartfellingar fögnuðu tilkynningunni og sagðist utanríkisráðherrann Miodrag Vlahovic vera staðráðinn í að koma á "vinsamlegum og góðum nágrannatengslum" milli bræðraþjóðanna. Tilkynning Serba var einnig á vinsamlegum nótum, þrátt fyrir að ríkisstjórn þeirra sé andsnúin sambandsslitunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×