Erlent

Mega ekki koma að landi

skip Grænfriðunga Skipið Arctic Sunrise verður fjarri góðu gamni á St. Kitts-fundinum.
skip Grænfriðunga Skipið Arctic Sunrise verður fjarri góðu gamni á St. Kitts-fundinum. MYND/Nordicphotos/afp

Ráðherra þjóðar­öryggismála á karabísku eyjunni St. Kitts tilkynnti að ríkisstjórnin hefði ákveðið að banna skipi Grænfriðunga að koma að landi. Hann neitaði að tjá sig um tilefni hafnbannsins en ákvörðunin var líklega tekin í tilefni fundar Alþjóðahvalveiðiráðsins, sem nú stendur yfir á eyjunni.

Grænfriðungar segjast gera ráð fyrir því að ríkisstjórn Japans hafi sannfært yfirvöld á eyjunni um að banna nærveru Grænfriðunga og harma að fá ekki að gagnrýna hvalveiðar þar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×