Erlent

Múslimar hertaka aðra borg

Uppreisnarmenn í Sómalíu Fara sigurför um landið.
Uppreisnarmenn í Sómalíu Fara sigurför um landið. MYND/Nordicphotos/afp

Múslimar hafa hertekið Jowhar, síðustu hernaðarlega mikilvægu borgina sem var á valdi bandalags nokkurra stríðsherra sem eru styrktir af Bandaríkjastjórn.

Múslimar og bandalagið berjast nú um völdin í landinu en forseti landsins, Abdullahi Yusuf, hefur setið hjá á meðan og er bráðabirgðastjón hans máttlaus.

Múslimar eru nú með allan suðurhluta landsins undir sinni stjórn en stríðsherrarnir flýja í norðausturhlutann, sem hingað til hefur verið laus við stórátök. Bandaríkjastjórn hefur ásakað múslimana um að hýsa hryðjuverkamenn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×