Fótboltabullur til vandræða 16. júní 2006 07:00 Pólverji fangaður Hundruð þýskra og pólskra ólátabelga voru handtekin í kjölfar leiks Þýskalands gegn Póllandi á miðvikudag. Þýskaland vann 1-0. Eftir að fyrstu stóru óeirðirnar vegna Heimsmeistarakeppninnar í fótbolta brutust út á miðvikudagskvöld er þýska lögreglan í mikilli viðbragðsstöðu. Alls voru á fimmta hundrað manns handteknir í Dortmund á miðvikudagskvöld eftir leik Þjóðverja gegn Pólverjum sem hinir fyrrnefndu unnu með einu marki gegn engu. Í gær flykktust tugir breskra lögreglumanna til Frankfurt vegna leiks landsliðs Englendinga við Trínidad og Tóbagó, þar sem um 50.000 fótboltaáhugamenn voru samankomnir til að horfa á leikinn. Miklar óeirðir eru fylgifiskur stórra keppna í fótbolta og Bretar eru oft nefndir sökudólgar í þeim ólátum enda hefur yfir 3.300 Bretum verið bannað að ferðast til Þýskalands vegna keppninnar. "Þýskar fótboltabullur eru eins og þær bresku. Þær drekka mikið, eru háværar og halda sínar eigin veislur," sagði aðstoðaryfirlögregluþjónninn Stephen Thomas frá Manchester við komuna til Frankfurt í gær. Frá byrjun heimsmeistarakeppninnar hinn 9. júni og þar til í gær höfðu yfir 1.500 áhugamenn um fótbolta verið handteknir vegna óláta víðs vegar um Þýskaland og alls voru 429 manns handteknir á miðvikudag, þar af 278 Þjóðverjar og 119 Pólverjar. Fyrir leikinn voru minnst 120 manns handteknir í Dortmund. Pólska lögreglan aðstoðaði þá þýsku við að þekkja úr og hafa hendur í hári pólskra fótboltabullna og voru um sextíu Pólverjar handteknir. Skömmu síðar komu lögreglumenn auga á þekktar fótboltabullur á vínveitingastað og reyndu að koma í veg fyrir að þær kæmust að stóru sjónvarpstjaldi í sama hverfi. Bullurnar brugðust við með því að hrópa "við erum Þjóðverjar líka" og kasta flöskum og stólum að lögreglunni. Óeirðalögregla kom á svæðið, náði fljótt tökum á ástandinu og handtók tugi manna. Þó tókst um 100 óeirðaseggjum að flýja af vettvangi, að sögn þýsku lögreglunnar. Eftir leikinn fylltust götur Dortmund af fólki, þar sem Þjóðverjar fögnuðu með því að henda flöskum og stólum til og frá og skutu upp flugeldum. Öllum nema þremur hinna handteknu var sleppt úr haldi í gær, en samkvæmt þýskum lögum má lögreglan halda fólki sem grunað er um að ætla sér að fremja afbrot föngnu í allt að 48 tíma. Erlent Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Fundu Guð í App store Erlent Fleiri fréttir Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Sjá meira
Eftir að fyrstu stóru óeirðirnar vegna Heimsmeistarakeppninnar í fótbolta brutust út á miðvikudagskvöld er þýska lögreglan í mikilli viðbragðsstöðu. Alls voru á fimmta hundrað manns handteknir í Dortmund á miðvikudagskvöld eftir leik Þjóðverja gegn Pólverjum sem hinir fyrrnefndu unnu með einu marki gegn engu. Í gær flykktust tugir breskra lögreglumanna til Frankfurt vegna leiks landsliðs Englendinga við Trínidad og Tóbagó, þar sem um 50.000 fótboltaáhugamenn voru samankomnir til að horfa á leikinn. Miklar óeirðir eru fylgifiskur stórra keppna í fótbolta og Bretar eru oft nefndir sökudólgar í þeim ólátum enda hefur yfir 3.300 Bretum verið bannað að ferðast til Þýskalands vegna keppninnar. "Þýskar fótboltabullur eru eins og þær bresku. Þær drekka mikið, eru háværar og halda sínar eigin veislur," sagði aðstoðaryfirlögregluþjónninn Stephen Thomas frá Manchester við komuna til Frankfurt í gær. Frá byrjun heimsmeistarakeppninnar hinn 9. júni og þar til í gær höfðu yfir 1.500 áhugamenn um fótbolta verið handteknir vegna óláta víðs vegar um Þýskaland og alls voru 429 manns handteknir á miðvikudag, þar af 278 Þjóðverjar og 119 Pólverjar. Fyrir leikinn voru minnst 120 manns handteknir í Dortmund. Pólska lögreglan aðstoðaði þá þýsku við að þekkja úr og hafa hendur í hári pólskra fótboltabullna og voru um sextíu Pólverjar handteknir. Skömmu síðar komu lögreglumenn auga á þekktar fótboltabullur á vínveitingastað og reyndu að koma í veg fyrir að þær kæmust að stóru sjónvarpstjaldi í sama hverfi. Bullurnar brugðust við með því að hrópa "við erum Þjóðverjar líka" og kasta flöskum og stólum að lögreglunni. Óeirðalögregla kom á svæðið, náði fljótt tökum á ástandinu og handtók tugi manna. Þó tókst um 100 óeirðaseggjum að flýja af vettvangi, að sögn þýsku lögreglunnar. Eftir leikinn fylltust götur Dortmund af fólki, þar sem Þjóðverjar fögnuðu með því að henda flöskum og stólum til og frá og skutu upp flugeldum. Öllum nema þremur hinna handteknu var sleppt úr haldi í gær, en samkvæmt þýskum lögum má lögreglan halda fólki sem grunað er um að ætla sér að fremja afbrot föngnu í allt að 48 tíma.
Erlent Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Fundu Guð í App store Erlent Fleiri fréttir Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent