Sænskur handbolti á tímamótum í annað sinn á tveimur árum 19. júní 2006 11:30 linnéll búinn að vera? Ingemar Linnéll hefur náð hörmulegum árangri með sænska handboltalandsliðið frá því hann tók við af Bengt Johansson. Hann verður líklega rekinn áður en mánuðurinn er liðinn. MYND/getty images Svekkelsi Svía leyndi sér ekki í Laugardalshöllinni á laugardag enda er þetta í fyrsta sinn síðan 1938 sem þessi mikla handboltaþjóð missir af heimsmeistarakeppni. Sænskur handbolti stendur á tímamótum um þessar mundir þar sem Svíar taka ekki þátt á HM, eiga litla von um sæti á ÓL 2008 og nokkrir lykilmenn liðsins eru á síðasta snúningi. Handbolti Svía hefur því ekki staðið jafn illa í áratugi og hefur í raun náð botninum að mati marga Svía og nú er kominn tími á nýja uppbyggingu. Stefan Lövgren fyrirliði og markverðirnir Tomas Svensson og Peter Gentzel eru allir að íhuga að leggja landsliðsskóna á hilluna og hleypa yngri mönnum að enda er langt í að Svíar spili aftur á stórmóti. EM í Noregi 2008 er þeirra besti möguleiki. Lövgren er 36 ára en markvarðaparið er á sama aldri eða 38 ára. Ljubomir Vranjes er ekki á sömu skoðun og er harðákveðinn í því að spila áfram með landsliðinu. Það var árið 2004 sem sænskur handbolti stóð einnig á tímamótum en þá lét hinn goðsagnakenndi Bengt Johansson af þjálfun landsliðsins og kempur á borð við Wislander og Staffan Olsson hættu að leika með liðinu. Þetta magnaða lið var á toppi handboltaheimsins í rúman áratug og vann allt nema ólympíugull. Nú eru svo sannarlega breyttir tímar hjá Svíum í dag og í raun er sænskur handbolti aftur á tímamótum. Endurnýjunin hefur ekki gengið sem skyldi undir stjórn Ingemars Linnéll og afrekaskrá hans er vægast sagt bágborin. Svíar enduðu í 11. sæti á HM í Túnis, töpuðu fyrir Pólverjum í umspili fyrir EM í Sviss og svo núna fyrir Íslandi í umspili um sæti á HM í Þýskalandi. Þetta er árangur sem Svíar eiga erfitt með að sætta sig við eftir að hafa verið orðnir mjög góðu vanir. Sænska handknattleikssambandið getur sagt upp samningi sínum við Linnéll til 30. júní og gamla kempan Magnus Wislander er á meðal þeirra sem vilja sjá Linnéll hverfa á braut. Sjálfur sagði Linnéll lítið annað við sænska fjölmiðla eftir leikinn gegn Íslandi en að hann væri að hugsa sinn gang. Sænskir handknattleiksstuðningsmenn eru flestir búnir að missa þolinmæðina gagnvart Linnéll og má mikið vera ef hann heldur starfi sínu. Íþróttir Mest lesið Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur Sport Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Semple til Grindavíkur Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Sjá meira
Svekkelsi Svía leyndi sér ekki í Laugardalshöllinni á laugardag enda er þetta í fyrsta sinn síðan 1938 sem þessi mikla handboltaþjóð missir af heimsmeistarakeppni. Sænskur handbolti stendur á tímamótum um þessar mundir þar sem Svíar taka ekki þátt á HM, eiga litla von um sæti á ÓL 2008 og nokkrir lykilmenn liðsins eru á síðasta snúningi. Handbolti Svía hefur því ekki staðið jafn illa í áratugi og hefur í raun náð botninum að mati marga Svía og nú er kominn tími á nýja uppbyggingu. Stefan Lövgren fyrirliði og markverðirnir Tomas Svensson og Peter Gentzel eru allir að íhuga að leggja landsliðsskóna á hilluna og hleypa yngri mönnum að enda er langt í að Svíar spili aftur á stórmóti. EM í Noregi 2008 er þeirra besti möguleiki. Lövgren er 36 ára en markvarðaparið er á sama aldri eða 38 ára. Ljubomir Vranjes er ekki á sömu skoðun og er harðákveðinn í því að spila áfram með landsliðinu. Það var árið 2004 sem sænskur handbolti stóð einnig á tímamótum en þá lét hinn goðsagnakenndi Bengt Johansson af þjálfun landsliðsins og kempur á borð við Wislander og Staffan Olsson hættu að leika með liðinu. Þetta magnaða lið var á toppi handboltaheimsins í rúman áratug og vann allt nema ólympíugull. Nú eru svo sannarlega breyttir tímar hjá Svíum í dag og í raun er sænskur handbolti aftur á tímamótum. Endurnýjunin hefur ekki gengið sem skyldi undir stjórn Ingemars Linnéll og afrekaskrá hans er vægast sagt bágborin. Svíar enduðu í 11. sæti á HM í Túnis, töpuðu fyrir Pólverjum í umspili fyrir EM í Sviss og svo núna fyrir Íslandi í umspili um sæti á HM í Þýskalandi. Þetta er árangur sem Svíar eiga erfitt með að sætta sig við eftir að hafa verið orðnir mjög góðu vanir. Sænska handknattleikssambandið getur sagt upp samningi sínum við Linnéll til 30. júní og gamla kempan Magnus Wislander er á meðal þeirra sem vilja sjá Linnéll hverfa á braut. Sjálfur sagði Linnéll lítið annað við sænska fjölmiðla eftir leikinn gegn Íslandi en að hann væri að hugsa sinn gang. Sænskir handknattleiksstuðningsmenn eru flestir búnir að missa þolinmæðina gagnvart Linnéll og má mikið vera ef hann heldur starfi sínu.
Íþróttir Mest lesið Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur Sport Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Semple til Grindavíkur Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Sjá meira