Dönsuðu af fögnuði 27. júní 2006 05:00 Dansað í Dili Fólk safnaðist saman á götum í Austur-Tímor í gær og dansaði til að fagna afsögn forsætisráðherrans. Margir höfðu málað sig hvíta í tilefni dagsins. MYND/AP Mari Alkatiri, forsætisráðherra á Austur-Tímor, sagði af sér í gær. Afsögn hans var ákaft fagnað á götum úti í höfuðborginni Dili, þar sem óeirðir hafa sett daglegu lífi fólks miklar skorður undanfarna mánuði. Margir telja að upphaf óeirðanna, sem voru hvað mestar í apríl, hafi mátt rekja til þess að Alkatiri rak á einu bretti sex hundruð hermenn sem höfðu lýst óánægju með kjör sín í hernum. Kröfur um að Alkatiri segði af sér hafa orðið sífellt háværari upp á síðkastið. Í síðustu viku tók Xanana Guxmao forseti undir þær kröfur og hótaði því að segja sjálfur af sér ef forsætisráðherrann sæti öllu lengur í embættinu. Alkatiri tilkynnti síðan um afsögn sína í gær, og sagðist vilja taka á sig hluta af ábyrgðinni á ófremdarástandinu í landinu. Á sunnudaginn höfðu tveir ráðherrar sagt af sér í mótmælaskyni við forsætisráðherrann. Annar þeirra er Nóbelsverðlaunahafinn Jose Ramos-Horta utanríkisráðherra. Strax og fréttist af afsögn Alkatiris upphófst fögnuður í höfuðborginni. Þúsundir manna óku um aðalgötur höfuðborgarinnar og börðu á trommur og dósir. Við höfnina, þar sem mótmælendur hafa hafst við í nærri viku, tóku ungir menn að dansa hver við annan. Stjórnmálaskýrendur telja að afsögn Alkatiris geti valdið straumhvörfum, þótt enn sé margt óljóst um framtíðina. Ekki er vitað hver tekur við af honum í forsætisráðherraembættinu og óljóst er hvort stjórnmálaflokkurinn Fretelin, sem fer með stjórn landsins, geti náð sáttum meðal félaga sinna eftir margra vikna innbyrðis deilur. Mikil bjartsýni ríkti þó í gær. "Á morgun eða á næstu dögum verður komin ný ríkisstjórn sem situr þangað til þingkosningar verða haldnar á næsta ári," sagði Ramos-Horta þegar hann ávarpaði mannfjöldann í gær. Að minnsta kosti þrjátíu manns hafa farist í átökunum, sem geisað hafa í landinu, og nærri 150 þúsund manns hafa þurft að flýja heimili sín. Þetta eru verstu átök sem orðið hafa í landinu frá því það losnaði undan yfirráðum Indónesíu fyrir sjö árum. Erlent Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Fleiri fréttir Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Sjá meira
Mari Alkatiri, forsætisráðherra á Austur-Tímor, sagði af sér í gær. Afsögn hans var ákaft fagnað á götum úti í höfuðborginni Dili, þar sem óeirðir hafa sett daglegu lífi fólks miklar skorður undanfarna mánuði. Margir telja að upphaf óeirðanna, sem voru hvað mestar í apríl, hafi mátt rekja til þess að Alkatiri rak á einu bretti sex hundruð hermenn sem höfðu lýst óánægju með kjör sín í hernum. Kröfur um að Alkatiri segði af sér hafa orðið sífellt háværari upp á síðkastið. Í síðustu viku tók Xanana Guxmao forseti undir þær kröfur og hótaði því að segja sjálfur af sér ef forsætisráðherrann sæti öllu lengur í embættinu. Alkatiri tilkynnti síðan um afsögn sína í gær, og sagðist vilja taka á sig hluta af ábyrgðinni á ófremdarástandinu í landinu. Á sunnudaginn höfðu tveir ráðherrar sagt af sér í mótmælaskyni við forsætisráðherrann. Annar þeirra er Nóbelsverðlaunahafinn Jose Ramos-Horta utanríkisráðherra. Strax og fréttist af afsögn Alkatiris upphófst fögnuður í höfuðborginni. Þúsundir manna óku um aðalgötur höfuðborgarinnar og börðu á trommur og dósir. Við höfnina, þar sem mótmælendur hafa hafst við í nærri viku, tóku ungir menn að dansa hver við annan. Stjórnmálaskýrendur telja að afsögn Alkatiris geti valdið straumhvörfum, þótt enn sé margt óljóst um framtíðina. Ekki er vitað hver tekur við af honum í forsætisráðherraembættinu og óljóst er hvort stjórnmálaflokkurinn Fretelin, sem fer með stjórn landsins, geti náð sáttum meðal félaga sinna eftir margra vikna innbyrðis deilur. Mikil bjartsýni ríkti þó í gær. "Á morgun eða á næstu dögum verður komin ný ríkisstjórn sem situr þangað til þingkosningar verða haldnar á næsta ári," sagði Ramos-Horta þegar hann ávarpaði mannfjöldann í gær. Að minnsta kosti þrjátíu manns hafa farist í átökunum, sem geisað hafa í landinu, og nærri 150 þúsund manns hafa þurft að flýja heimili sín. Þetta eru verstu átök sem orðið hafa í landinu frá því það losnaði undan yfirráðum Indónesíu fyrir sjö árum.
Erlent Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Fleiri fréttir Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Sjá meira