Dönsuðu af fögnuði 27. júní 2006 05:00 Dansað í Dili Fólk safnaðist saman á götum í Austur-Tímor í gær og dansaði til að fagna afsögn forsætisráðherrans. Margir höfðu málað sig hvíta í tilefni dagsins. MYND/AP Mari Alkatiri, forsætisráðherra á Austur-Tímor, sagði af sér í gær. Afsögn hans var ákaft fagnað á götum úti í höfuðborginni Dili, þar sem óeirðir hafa sett daglegu lífi fólks miklar skorður undanfarna mánuði. Margir telja að upphaf óeirðanna, sem voru hvað mestar í apríl, hafi mátt rekja til þess að Alkatiri rak á einu bretti sex hundruð hermenn sem höfðu lýst óánægju með kjör sín í hernum. Kröfur um að Alkatiri segði af sér hafa orðið sífellt háværari upp á síðkastið. Í síðustu viku tók Xanana Guxmao forseti undir þær kröfur og hótaði því að segja sjálfur af sér ef forsætisráðherrann sæti öllu lengur í embættinu. Alkatiri tilkynnti síðan um afsögn sína í gær, og sagðist vilja taka á sig hluta af ábyrgðinni á ófremdarástandinu í landinu. Á sunnudaginn höfðu tveir ráðherrar sagt af sér í mótmælaskyni við forsætisráðherrann. Annar þeirra er Nóbelsverðlaunahafinn Jose Ramos-Horta utanríkisráðherra. Strax og fréttist af afsögn Alkatiris upphófst fögnuður í höfuðborginni. Þúsundir manna óku um aðalgötur höfuðborgarinnar og börðu á trommur og dósir. Við höfnina, þar sem mótmælendur hafa hafst við í nærri viku, tóku ungir menn að dansa hver við annan. Stjórnmálaskýrendur telja að afsögn Alkatiris geti valdið straumhvörfum, þótt enn sé margt óljóst um framtíðina. Ekki er vitað hver tekur við af honum í forsætisráðherraembættinu og óljóst er hvort stjórnmálaflokkurinn Fretelin, sem fer með stjórn landsins, geti náð sáttum meðal félaga sinna eftir margra vikna innbyrðis deilur. Mikil bjartsýni ríkti þó í gær. "Á morgun eða á næstu dögum verður komin ný ríkisstjórn sem situr þangað til þingkosningar verða haldnar á næsta ári," sagði Ramos-Horta þegar hann ávarpaði mannfjöldann í gær. Að minnsta kosti þrjátíu manns hafa farist í átökunum, sem geisað hafa í landinu, og nærri 150 þúsund manns hafa þurft að flýja heimili sín. Þetta eru verstu átök sem orðið hafa í landinu frá því það losnaði undan yfirráðum Indónesíu fyrir sjö árum. Erlent Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Sjá meira
Mari Alkatiri, forsætisráðherra á Austur-Tímor, sagði af sér í gær. Afsögn hans var ákaft fagnað á götum úti í höfuðborginni Dili, þar sem óeirðir hafa sett daglegu lífi fólks miklar skorður undanfarna mánuði. Margir telja að upphaf óeirðanna, sem voru hvað mestar í apríl, hafi mátt rekja til þess að Alkatiri rak á einu bretti sex hundruð hermenn sem höfðu lýst óánægju með kjör sín í hernum. Kröfur um að Alkatiri segði af sér hafa orðið sífellt háværari upp á síðkastið. Í síðustu viku tók Xanana Guxmao forseti undir þær kröfur og hótaði því að segja sjálfur af sér ef forsætisráðherrann sæti öllu lengur í embættinu. Alkatiri tilkynnti síðan um afsögn sína í gær, og sagðist vilja taka á sig hluta af ábyrgðinni á ófremdarástandinu í landinu. Á sunnudaginn höfðu tveir ráðherrar sagt af sér í mótmælaskyni við forsætisráðherrann. Annar þeirra er Nóbelsverðlaunahafinn Jose Ramos-Horta utanríkisráðherra. Strax og fréttist af afsögn Alkatiris upphófst fögnuður í höfuðborginni. Þúsundir manna óku um aðalgötur höfuðborgarinnar og börðu á trommur og dósir. Við höfnina, þar sem mótmælendur hafa hafst við í nærri viku, tóku ungir menn að dansa hver við annan. Stjórnmálaskýrendur telja að afsögn Alkatiris geti valdið straumhvörfum, þótt enn sé margt óljóst um framtíðina. Ekki er vitað hver tekur við af honum í forsætisráðherraembættinu og óljóst er hvort stjórnmálaflokkurinn Fretelin, sem fer með stjórn landsins, geti náð sáttum meðal félaga sinna eftir margra vikna innbyrðis deilur. Mikil bjartsýni ríkti þó í gær. "Á morgun eða á næstu dögum verður komin ný ríkisstjórn sem situr þangað til þingkosningar verða haldnar á næsta ári," sagði Ramos-Horta þegar hann ávarpaði mannfjöldann í gær. Að minnsta kosti þrjátíu manns hafa farist í átökunum, sem geisað hafa í landinu, og nærri 150 þúsund manns hafa þurft að flýja heimili sín. Þetta eru verstu átök sem orðið hafa í landinu frá því það losnaði undan yfirráðum Indónesíu fyrir sjö árum.
Erlent Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Sjá meira