Erlent

Koma á fót viðbragðssveitum

Franco Frattini Kynnti í gær áform Evrópusambandsins um nýjar sérsveitir til landamæragæslu.fréttablaðið/ap
Franco Frattini Kynnti í gær áform Evrópusambandsins um nýjar sérsveitir til landamæragæslu.fréttablaðið/ap

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hyggst koma á fót sérstökum viðbragðssveitum, sem eiga að gæta landamæra aðildar­ríkja sambandsins.

Til að byrja með er einkum búist við því að sveitirnar hafi það hlutverk að efla eftirlit með straumi ólöglegra innflytjenda frá Afríku yfir Miðjarðarhafið til Spánar, Ítalíu og annarra aðildarríkja Evrópusambandsins við Miðjarðarhafið.

Franco Frattini, sem fer með dómsmál í framkvæmdastjórninni, kynnti þessi áform í gær fyrir fjölmiðlum í höfuðstöðvum framkvæmdastjórnarinnar í Brussel.

Einnig vill framkvæmdastjórnin koma upp öflugum gagnagrunni þar sem skráðar verða bæði komur og brottfarir fólks frá öðrum löndum til og frá Evrópusambandslöndunum. Þessi gagnagrunnur á að auðvelda stjórnvöldum Evrópusambandslandanna að fylgjast með því hvort fólk dvelji ólöglega í landinu, auk þess sem hægt verður að nota hann til þess að skrá farandverkamenn sem koma tímabundið til Evrópusambandslandanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×