Skutu viðvörunarskotum að norsku skipi í norskri lögsögu Samúel Karl Ólason skrifar 24. september 2024 10:46 Levtsjenkó aðmíráll er rússneskur tundurspillir. AP/Varnarmálaráðuneyti Rússlands Norskir sjómenn segja að áhöfn rússneska tundurspillisins Levtsjenkó aðmíráll, hafi skotið viðvörunarskoti að línubát þeirra fyrr í þessum mánuði. Þeir segja enn fremur að það hafi verið gert í norskri lögsögu í Barentshafi. Áhöfn MS Ragnhild Kristine voru við veiðar í Barentshafi þann 12. september þegar skipstjóri Levtsjenkó hafði samband við bátinn og sagði þá þurfa að fara á brott vegna æfingar rússneskra herskipa. Flotaæfingin sem átti sér þá stað á Barentshafi kallast Haf 2024 og segja ráðamenn í Rússlandi að hún sé einhver sú umfangsmesta sem sjóher Rússlands hafi haldið í áratugi. Kínverjar komu einnig að æfingunni en hún fór fram bæði á mörgum höfum jarðarinnar og að henni komu rúmlega fjögur hundruð herskip og kafbátar, 120 flugvélar og þyrlur og um níutíu þúsund sjóliðar, flugmenn og hermenn, samkvæmt yfirlýsingu frá Kreml. Øystein Orten, eigandi línubátsins, sagði NRK að hann hafi svaraði á þá leið að Rússarnir hefðu ekki rétt á því að reka þá á brott, þar sem þeir væru í norskri lögsögu og ætluðu að vitja línu sem þeir höfðu áður lagt. Þá var Levtsjenkó siglt að línuskipinu á fullu stími, samkvæmt Orten, og segir hann að fallbyssum herskipsins hafi verið miðað á línubátinn. Orten segir að Levtsjenkó hafi verið siglt í um tvö hundruð metra fjarlægð frá línubátnum og áhöfnin hafi svo þeytt þokulúður í um fimmtán sekúndur. Eftir það hafi Rússarnir skotið úr fallbyssu í sjóinn á milli skipanna. Orten segir línubátinn hafa nötrað vegna sprengingarinnar og í kjölfarið hafi hann samþykkt að sigla í vesturátt. Skipstjóri tundurspillisins sagði honum að vitja línunnar eftir fimm eða sex klukkustundir. Skip frá Landhelgisgæslu Noregs var einnig á svæðinu og Orten segist hafa heyrt í skipstjóra þess seinna og að sá hafi tilkynnt honum að þeir hefðu rætt við Rússana og komist að samkomulagi. Um hvað fylgdi ekki sögunni. Fleiri og stærri æfingar NRK hefur eftir Orten að yfirvöld í Noregi þurfi að sýna meiri kjark í samskiptum við Rússa og koma í veg fyrir að Rússar haldi æfingar í lögsögu Noregs og hindri störf norskra sjómanna. Kallaði hann ríkisstjórn Noregs heigla. Þá hefur miðillinn eftir varnarmálaráðuneyti Noregs að fregnir af atvikinu hafi borist þangað á bæ. Þá var ítrekað að norsk skip þyrftu ekki að yfirgefa svæði innan lögsögu Noregs vegna flotaæfinga sem þessara. Miðillinn Barents Observer hefur eftir talsmanni norsku Landhelgisgæslunnar að vitað sé af samskiptum milli tundurspillisins og línubátsins en ekki sé hægt að staðfesta að viðvörunarskoti hafi verið hleypt af. Þá vitnar miðillinn í nýlega rannsókn á æfingum Rússa í Barentshafi, sem bendi til þess að þeim hafi farið fjölgandi og umfang þeirra hafi aukist. Þær séu reglulega haldnar innan norskrar lögsögu, að hluta til. Rússland Noregur Hernaður Tengdar fréttir Norðurlönd dýpka samvinnu í varnarmálum Norðurlöndin hafa tekið upp nánara samstarf á sviði varnarmála. Eftir inngöngu Finnlands og Svíþjóðar í Atlantshafsbandalagið eru öll Norðurlöndin í bandalaginu og gerir það ríkjunum kleift að efla samvinnuna frekar. 20. september 2024 11:13 Íslendingum ekki boðið á sjónvarpsumræðu um öryggi á Norðurlöndum Ríkisreknar sjónvarpsstöðvar Norðurlanda, að RÚV undanskildu, héldu í síðustu viku sérstakan sjónvarpsviðburð sem sýndur var á öllum stöðvunum. Þátturinn bar titilinn „Svar Norðurlanda við stríði Pútíns“ og sátu utanríkisráðherrar landanna fyrir svörum, auk sérfræðinga og Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins. 18. september 2024 08:02 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Áhöfn MS Ragnhild Kristine voru við veiðar í Barentshafi þann 12. september þegar skipstjóri Levtsjenkó hafði samband við bátinn og sagði þá þurfa að fara á brott vegna æfingar rússneskra herskipa. Flotaæfingin sem átti sér þá stað á Barentshafi kallast Haf 2024 og segja ráðamenn í Rússlandi að hún sé einhver sú umfangsmesta sem sjóher Rússlands hafi haldið í áratugi. Kínverjar komu einnig að æfingunni en hún fór fram bæði á mörgum höfum jarðarinnar og að henni komu rúmlega fjögur hundruð herskip og kafbátar, 120 flugvélar og þyrlur og um níutíu þúsund sjóliðar, flugmenn og hermenn, samkvæmt yfirlýsingu frá Kreml. Øystein Orten, eigandi línubátsins, sagði NRK að hann hafi svaraði á þá leið að Rússarnir hefðu ekki rétt á því að reka þá á brott, þar sem þeir væru í norskri lögsögu og ætluðu að vitja línu sem þeir höfðu áður lagt. Þá var Levtsjenkó siglt að línuskipinu á fullu stími, samkvæmt Orten, og segir hann að fallbyssum herskipsins hafi verið miðað á línubátinn. Orten segir að Levtsjenkó hafi verið siglt í um tvö hundruð metra fjarlægð frá línubátnum og áhöfnin hafi svo þeytt þokulúður í um fimmtán sekúndur. Eftir það hafi Rússarnir skotið úr fallbyssu í sjóinn á milli skipanna. Orten segir línubátinn hafa nötrað vegna sprengingarinnar og í kjölfarið hafi hann samþykkt að sigla í vesturátt. Skipstjóri tundurspillisins sagði honum að vitja línunnar eftir fimm eða sex klukkustundir. Skip frá Landhelgisgæslu Noregs var einnig á svæðinu og Orten segist hafa heyrt í skipstjóra þess seinna og að sá hafi tilkynnt honum að þeir hefðu rætt við Rússana og komist að samkomulagi. Um hvað fylgdi ekki sögunni. Fleiri og stærri æfingar NRK hefur eftir Orten að yfirvöld í Noregi þurfi að sýna meiri kjark í samskiptum við Rússa og koma í veg fyrir að Rússar haldi æfingar í lögsögu Noregs og hindri störf norskra sjómanna. Kallaði hann ríkisstjórn Noregs heigla. Þá hefur miðillinn eftir varnarmálaráðuneyti Noregs að fregnir af atvikinu hafi borist þangað á bæ. Þá var ítrekað að norsk skip þyrftu ekki að yfirgefa svæði innan lögsögu Noregs vegna flotaæfinga sem þessara. Miðillinn Barents Observer hefur eftir talsmanni norsku Landhelgisgæslunnar að vitað sé af samskiptum milli tundurspillisins og línubátsins en ekki sé hægt að staðfesta að viðvörunarskoti hafi verið hleypt af. Þá vitnar miðillinn í nýlega rannsókn á æfingum Rússa í Barentshafi, sem bendi til þess að þeim hafi farið fjölgandi og umfang þeirra hafi aukist. Þær séu reglulega haldnar innan norskrar lögsögu, að hluta til.
Rússland Noregur Hernaður Tengdar fréttir Norðurlönd dýpka samvinnu í varnarmálum Norðurlöndin hafa tekið upp nánara samstarf á sviði varnarmála. Eftir inngöngu Finnlands og Svíþjóðar í Atlantshafsbandalagið eru öll Norðurlöndin í bandalaginu og gerir það ríkjunum kleift að efla samvinnuna frekar. 20. september 2024 11:13 Íslendingum ekki boðið á sjónvarpsumræðu um öryggi á Norðurlöndum Ríkisreknar sjónvarpsstöðvar Norðurlanda, að RÚV undanskildu, héldu í síðustu viku sérstakan sjónvarpsviðburð sem sýndur var á öllum stöðvunum. Þátturinn bar titilinn „Svar Norðurlanda við stríði Pútíns“ og sátu utanríkisráðherrar landanna fyrir svörum, auk sérfræðinga og Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins. 18. september 2024 08:02 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Norðurlönd dýpka samvinnu í varnarmálum Norðurlöndin hafa tekið upp nánara samstarf á sviði varnarmála. Eftir inngöngu Finnlands og Svíþjóðar í Atlantshafsbandalagið eru öll Norðurlöndin í bandalaginu og gerir það ríkjunum kleift að efla samvinnuna frekar. 20. september 2024 11:13
Íslendingum ekki boðið á sjónvarpsumræðu um öryggi á Norðurlöndum Ríkisreknar sjónvarpsstöðvar Norðurlanda, að RÚV undanskildu, héldu í síðustu viku sérstakan sjónvarpsviðburð sem sýndur var á öllum stöðvunum. Þátturinn bar titilinn „Svar Norðurlanda við stríði Pútíns“ og sátu utanríkisráðherrar landanna fyrir svörum, auk sérfræðinga og Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins. 18. september 2024 08:02