Fréttir af fólki 21. júlí 2006 08:00 Margir bíða eflaust spenntir eftir heimildarmyndinni um Ísmanninn ógurlega, Sigurð Pétursson, sem Lýður Árnason og Reynir Traustason eru með í burðarliðnum. Ísmaðurinn lifir ansi spennandi lífi sem er sveipað einhverjum ævintýraljóma en á mannlif.is er hins vegar greint frá lífsháska sem Sigurður kom sér í fyrir skömmu. Heljarmennið hélt til dúntekja og veiða í eyðibyggðinni Skjöldungen og ætlaði að hreiðra um sig þar í viku og snúa síðan aftur til heimabyggðar. Mikið var um hafís á svæðinu og festist bátur Sigurðar á ísnum um áttatíu sjómílur frá strönd Grænlands. Þar þurfti Ísmaðurinn að hafast við í tæpan mánuð og hafði ekkert annað að borða en það sem var veitt í Skjöldungen. Ísmaðurinn er hins vegar núna tæpar tuttugu mílur frá næsta byggða bóli og segir á heimasíðunni að hann vonist til að rekast á sel áður en matarforðinn klárist. Magni Ásgeirsson hefur heldur betur slegið í gegn í sjónvarpsþættinum RockStar: Supernova þar sem nokkrir rokkarar keppast um að verða næsti söngvari ofursveitarinnar Supernova. Svo vel tókst til hjá Magna að þeir Tommy Lee, Gilby Clarke og Jason Newsted báðu hann um að syngja lagið sitt aftur. Á aðdáendasvæðinu er Magni kominn í annað sætið yfir þá sem líklegastir eru taldir til hreppa hnossið. Á heimasvæði Magna er hins vegar ljóst að söngvarinn saknar konunnar sinnar Eyrúnar og hefur samið til hennar lag sem heitir 7.júlí. Þetta er til þess að halda geðheilsunni og eyða tímanum, skrifar Magni á heimasíðunni sinni. Nokkuð skemmtilegt í ljósi þess að í þættinum á miðvikudagskvöldinu notaði Magni orðið bitch ótt og títt en það er sem kunnugt enskt heiti yfir tík. Gárungarnir hafa velt vöngum yfir því hvort að með þessari orðanotkun vilji söngvarinn sýna fram á að hann sé engu síðri rokkari en hinir þátttakendurnir. Rock Star Supernova Mest lesið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Felix kveður Eurovision Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Lífið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið Skúli bauð Grímu að fara frá sér í kjölfar falls WOW air Lífið Felix víkur og óvissa með Gísla Martein Lífið Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Fleiri fréttir Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Sjá meira
Margir bíða eflaust spenntir eftir heimildarmyndinni um Ísmanninn ógurlega, Sigurð Pétursson, sem Lýður Árnason og Reynir Traustason eru með í burðarliðnum. Ísmaðurinn lifir ansi spennandi lífi sem er sveipað einhverjum ævintýraljóma en á mannlif.is er hins vegar greint frá lífsháska sem Sigurður kom sér í fyrir skömmu. Heljarmennið hélt til dúntekja og veiða í eyðibyggðinni Skjöldungen og ætlaði að hreiðra um sig þar í viku og snúa síðan aftur til heimabyggðar. Mikið var um hafís á svæðinu og festist bátur Sigurðar á ísnum um áttatíu sjómílur frá strönd Grænlands. Þar þurfti Ísmaðurinn að hafast við í tæpan mánuð og hafði ekkert annað að borða en það sem var veitt í Skjöldungen. Ísmaðurinn er hins vegar núna tæpar tuttugu mílur frá næsta byggða bóli og segir á heimasíðunni að hann vonist til að rekast á sel áður en matarforðinn klárist. Magni Ásgeirsson hefur heldur betur slegið í gegn í sjónvarpsþættinum RockStar: Supernova þar sem nokkrir rokkarar keppast um að verða næsti söngvari ofursveitarinnar Supernova. Svo vel tókst til hjá Magna að þeir Tommy Lee, Gilby Clarke og Jason Newsted báðu hann um að syngja lagið sitt aftur. Á aðdáendasvæðinu er Magni kominn í annað sætið yfir þá sem líklegastir eru taldir til hreppa hnossið. Á heimasvæði Magna er hins vegar ljóst að söngvarinn saknar konunnar sinnar Eyrúnar og hefur samið til hennar lag sem heitir 7.júlí. Þetta er til þess að halda geðheilsunni og eyða tímanum, skrifar Magni á heimasíðunni sinni. Nokkuð skemmtilegt í ljósi þess að í þættinum á miðvikudagskvöldinu notaði Magni orðið bitch ótt og títt en það er sem kunnugt enskt heiti yfir tík. Gárungarnir hafa velt vöngum yfir því hvort að með þessari orðanotkun vilji söngvarinn sýna fram á að hann sé engu síðri rokkari en hinir þátttakendurnir.
Rock Star Supernova Mest lesið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Felix kveður Eurovision Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Lífið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið Skúli bauð Grímu að fara frá sér í kjölfar falls WOW air Lífið Felix víkur og óvissa með Gísla Martein Lífið Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Fleiri fréttir Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Sjá meira