Erlent

Ísraelar á sjálfseyðingarbraut

Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans, lýsti því yfir í gær að Ísraelsmenn hefðu „þrýst á sjálfseyðingarhnapp“ með aðgerðum sínum í Líbanon. Hann útskýrði orð sín ekki nánar, en gaf til kynna að múslimaríki og önnur gætu einangrað Ísraelsríki á einhvern hátt. Yfirmaður herráðs Írana hafði tilkynnt daginn áður að Íranar mundu alls ekki blanda sér í stríðið í Mið-Austurlöndum.

Íranska ríkisstjórnin tók þátt í stofnun Hizbollah-samtakanna á níunda áratugnum og styrkir þau. Ráðamenn í Teheran hafa hins vegar vísað á bug þeim ásökunum Ísraelsmanna að Hizbollah hafi fengið eldflaugar frá Íran til árása á Ísrael.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×