Lífið

Magni syngur Heroes

Magni syngur lagið Heroes eftir David Bowie í fjórða þættinum sem sýndur verður aðfaranótt miðvikudags á Skjá einum.
Magni syngur lagið Heroes eftir David Bowie í fjórða þættinum sem sýndur verður aðfaranótt miðvikudags á Skjá einum.
Á miðnætti í kvöld heldur öskubuskuævintýri Magna Ásgeirssonar áfram þegar Rock Star: Supernova verður sýndur í beinni útsendingu Skjás eins. Tólf keppendur eru eftir en þrír eru farnir heim. Aðfaranótt fimmtudags kemur síðan í ljós hver af hinum tólf þarf að taka hatt sinn og staf.

Magni sló eftirminnilega í gegn í síðasta þætti þegar hann flutti lagið Plush með Stone Temple Pilots. Þeir Tommy Lee, Gilby Clarke og Jason Newsted hrifust svo mjög af flutningi íslenska sveitapiltsins að þeir báðu hann um flytja lagið aftur í úrslitaþættinum.

Magni mun í kvöld syngja lagið Heroes sem David Bowie gerði frægt. Lagið er mun rólegra en hin þrjú lögin sem söngvarinn hefur spreytt sig á og því mun hann feta nýjar slóðir með vali sínu í kvöld.

Vinsældir Magna hafa aukist jafnt og þétt á aðdáendasíðu Supernova og er hann með um áttatíu prósent stuðning þeirra sem heimsækja síðuna. Þá var tímaritið USA Today með úttekt á þættinum í síðustu viku og var Magni hrókur alls fagnaðar í sérstöku fjölmiðlateiti sem haldið var í tilefni af komu þess, reif kassagítarinn upp og spilaði nokkur vel völd lög með þeim félögum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.