Rokkfjölskyldan á kafi í heyskap fyrir austan 26. júlí 2006 12:00 Ásgeir faðir Magna er á kafi í heyskap þessa dagana ásamt bróður Magna, Arngrími Viðari og syni hans Ásgeiri Boga. MYND/Heiða Lífið gengur sinn vanagang á Brekkubæ á Borgarfirði Eystra sem er æskuheimili Rokkstjörnunnar Magna Ásgeirssonar. Þegar blaðamaður og ljósmyndari Fréttablaðsins litu þar við um helgina var Ásgeir Arngrímsson, faðir Magna, á kafi í heyskap ásamt syninum Arngrími Viðari og barnabarninu Ásgeiri Boga Arngrímssyni. Höfðu þeir meiri áhyggjur af slættinum en gengi Magna í Rock Star Supernova keppninni enda vita allir alvöru bændur að það þarf að nota veðurblíðuna þegar hún gefst til að koma heyi í hús. „Magni var ágætur í heyskapnum og mjög góður á vélunum," minnist faðir Magna sem er að vonum stoltur af gengi sonarins vestra. Fjölskyldan hefur ekkert heyrt í Magna síðan 20. júní enda fær hann einungis að hringja tvisvar í viku í heim í 15 mínútur í senn og þeim símtölum eyðir hann í sambýlilskonuna Eyrúnu Huld Haraldsdóttur. „Svo þarf Eyrún að hringja í alla og dreifa fréttunum," segir Arngrímu Viðar og hlær. Íbúar á Borgarfirði Eystra fylgjast með keppninni á breiðtjaldi í Félagsheimilinu Fjarðarborg og þar hefur oft myndast mikil stemning, enda hafa ekki bara íbúar staðarins mætt til að hvetja Magna heldur einnig stórir hópar ferðamanna á ferð um svæðið. „Magni hefur ekki þurft að hafa mikið fyrir þessu hingað til, hann kann alla texta enda vanur að syngja allt milli himins og jarðar á þorrablótum, böllum og allskonar uppákomum með Á móti sól," segir Arngrímur Viðar. Að þessu leyti er hann sterkari en aðrir keppendur sem virðast margir hverjir ekki kunna einn einasta texta. Magni sker sig líka út frá hinum keppendum á fleiri sviðum því Ásgeir Bogi bendir á að hann sé t.d. ekki með eitt einasta tattú en það ætti samt ekki að koma að sök. „Það er ókeypis að kjósa á Netinu og ég vona að einhverjar aðrar þjóðir séu að kjósa hann heldur en bara Íslendingar," segir Ásgeir Bogi sem er sjálfskipaður kosningastjóri fjölskyldunnar. Ef Magni helst áfram inni í keppninni fær hann leyfi fyrir heimsókn út til sín og er fjölskyldan að vonum spennt fyrir því. Reikna þau með því að fjórir til fimm fjölskyldumeðlimir fari þá út til hans - en heyskap þarf að sjálfsögðu að vera lokið áður. Borgarfjörður eystri Rock Star Supernova Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Fleiri fréttir „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Sjá meira
Lífið gengur sinn vanagang á Brekkubæ á Borgarfirði Eystra sem er æskuheimili Rokkstjörnunnar Magna Ásgeirssonar. Þegar blaðamaður og ljósmyndari Fréttablaðsins litu þar við um helgina var Ásgeir Arngrímsson, faðir Magna, á kafi í heyskap ásamt syninum Arngrími Viðari og barnabarninu Ásgeiri Boga Arngrímssyni. Höfðu þeir meiri áhyggjur af slættinum en gengi Magna í Rock Star Supernova keppninni enda vita allir alvöru bændur að það þarf að nota veðurblíðuna þegar hún gefst til að koma heyi í hús. „Magni var ágætur í heyskapnum og mjög góður á vélunum," minnist faðir Magna sem er að vonum stoltur af gengi sonarins vestra. Fjölskyldan hefur ekkert heyrt í Magna síðan 20. júní enda fær hann einungis að hringja tvisvar í viku í heim í 15 mínútur í senn og þeim símtölum eyðir hann í sambýlilskonuna Eyrúnu Huld Haraldsdóttur. „Svo þarf Eyrún að hringja í alla og dreifa fréttunum," segir Arngrímu Viðar og hlær. Íbúar á Borgarfirði Eystra fylgjast með keppninni á breiðtjaldi í Félagsheimilinu Fjarðarborg og þar hefur oft myndast mikil stemning, enda hafa ekki bara íbúar staðarins mætt til að hvetja Magna heldur einnig stórir hópar ferðamanna á ferð um svæðið. „Magni hefur ekki þurft að hafa mikið fyrir þessu hingað til, hann kann alla texta enda vanur að syngja allt milli himins og jarðar á þorrablótum, böllum og allskonar uppákomum með Á móti sól," segir Arngrímur Viðar. Að þessu leyti er hann sterkari en aðrir keppendur sem virðast margir hverjir ekki kunna einn einasta texta. Magni sker sig líka út frá hinum keppendum á fleiri sviðum því Ásgeir Bogi bendir á að hann sé t.d. ekki með eitt einasta tattú en það ætti samt ekki að koma að sök. „Það er ókeypis að kjósa á Netinu og ég vona að einhverjar aðrar þjóðir séu að kjósa hann heldur en bara Íslendingar," segir Ásgeir Bogi sem er sjálfskipaður kosningastjóri fjölskyldunnar. Ef Magni helst áfram inni í keppninni fær hann leyfi fyrir heimsókn út til sín og er fjölskyldan að vonum spennt fyrir því. Reikna þau með því að fjórir til fimm fjölskyldumeðlimir fari þá út til hans - en heyskap þarf að sjálfsögðu að vera lokið áður.
Borgarfjörður eystri Rock Star Supernova Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Fleiri fréttir „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Sjá meira