Erlent

Frekar skotinn en hengdur

Saddam Hussein  Fyrrum forsetinn flutti dómaranum reiðilestur í réttarsalnum.
Saddam Hussein Fyrrum forsetinn flutti dómaranum reiðilestur í réttarsalnum.

Saddam Hussein mætti fyrir dómara í gær í fyrsta skipti eftir innlögn á sjúkrahús á sunnudaginn. Hann kvartaði undan því að hafa verið fluttur nauðugur af sjúkrahúsinu.

Forsetinn fyrrverandi ávarpaði dómarann og hélt stutta tölu um ástand mála í Írak. Hann sagðist ekki viðurkenna réttmæti dómstólsins, fremur en hann viðurkenndi réttmæti hersetunnar, og gaf í skyn að dómarinn væri ekki „alvöru Íraki“.

Saddam fór einnig fram á að vera skotinn verði hann sekur fundinn, en ekki „hengdur eins og „ótíndur glæpamaður“. Dómarinn sagði algjörlega ótímabært að ræða um aftöku þar sem ekki væri búið að dæma í málinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×