Erlent

Húsaleigan þykir afar lág

Kaupmannahöfn Húsaleigan jafnast á við það sem gerist í Istanbul og Búdapest.
Kaupmannahöfn Húsaleigan jafnast á við það sem gerist í Istanbul og Búdapest.

Húsaleiga í Kaupmannahöfn er ein sú lægsta í Evrópu, kemur fram á fréttavef danska blaðsins Politiken. Leigan er svo lág, að hún jafnast á við leigu í Istanbúl og Búdapest, jafnvel þó að laun í Danmörku séu almennt talin vera þrisvar til fjórum sinnum hærri en í Tyrklandi og Ungverjalandi.

Þó kosta íbúðir um sex sinnum meira í Kaupmannahöfn en í Istanbúl. Níutíu fermetra íbúð í Kaupmannahöfn leigist á sem samsvarar 47 þúsundum króna á mánuði að meðaltali, ef íbúðin fellur undir ströngustu lög borgarinnar um leigu húsa í einkaeign. Verði húsaleigan gefin frjáls, mun hún væntanlega hækka mjög, segja sérfræð­ingar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×