Erlent

SÞ athuga viðbrögð stjórnar

Danir hataðir Birting skopmynda af Múhameð spámanni í dönsku blaði olli gífurlegum mótmælum meðal múslima um heim allan.
Danir hataðir Birting skopmynda af Múhameð spámanni í dönsku blaði olli gífurlegum mótmælum meðal múslima um heim allan.

Danskir múslimar hafa beðið nefnd Sameinuðu þjóðanna sem fjallar um kynþáttahatur að kanna hvort viðbrögð dönsku ríkisstjórnarinnar við birtingu Jyllandsposten á tólf skopmyndum af Múhameð spámanni í fyrra hafi brotið í bága við milliríkjasamning sem ætlað er að vinna gegn kynþáttahatri.

Íslamstrú leyfir ekki myndir af spámanninum og mótmæltu múslimar um heim allan birtingu skopmyndanna harðlega. Danska ríkisstjórnin neitaði að biðjast afsökunar og bar því við að hún hefði ekki umráð yfir tjáningarfrelsi fjölmiðla. Nefndin fundar um fylgni Danmerkur við samninginn í næstu viku, en Danir skrifuðu undir hann árið 1969.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×