Erlent

Bjargað af fólki á baðströnd

Hlúð að manni Bikiníklæddir baðstrandargestir tóku á móti ólöglegum innflytjendum á Tenerife á fimmtudag.
Hlúð að manni Bikiníklæddir baðstrandargestir tóku á móti ólöglegum innflytjendum á Tenerife á fimmtudag. MYND/AP

Spænsk yfirvöld tóku 66 Afríkubúa höndum í gær í bát sem var undan ströndum Kanaríeyja. Einn bátsverja var látinn og margir voru afar illa haldnir, enda hafði báturinn verið á sjó í ellefu daga.

Á fimmtudag hlúðu baðstrandargestir á Tenerife að 46 illa höldnum Afríkubúum sem sigldu þar í strand, en fyrr um daginn höfðu yfirvöld tekið á móti tveimur öðrum bátum með ríflega 150 manns innanborðs. Búist er við þriðja bátnum til Tenerife í dag með um 92 farþega innanborðs.

Mikil fátækt og atvinnuleysi hvetur fjöldamarga Afríkubúa til að freista gæfunnar og reyna að komast ólöglega til Evrópu í gegnum Spán.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×