Erlent

Vilja víkingaskipin frá Ósló

Fögur fley Heimamenn á Vestfold vilja víkingaskipin til sín.
Fögur fley Heimamenn á Vestfold vilja víkingaskipin til sín. MYND/SBT
Sveitarstjórnir fjórtán sveitarfélaga í Vestfold-sýslu við vestanverðan Óslóarfjörð hafa sameinast um að krefjast þess að frægustu víkingaskipunum sem verið hafa til sýnis á víkingaskipasafninu í Ósló í heila öld og kennd eru við Oseberg og Gauksstaði verði skilað "heim" til Vestfold, þar sem skipin fundust á sínum tíma.

Gauksstaðaskipið fannst árið 1880 og Oseberg-skipið árið 1903, en þau voru bæði í grafhaugum höfðingja frá 9. öld. Sveitarstjórnarmenn á Vestfold vilja endurheimta skipin til að laða að ferðamenn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×