Erlent

Fallbyssuskot bana saklausum

Á flótta Íbúar strandbæjarins Muttur á NA-Srí Lanka á flótta undan átökunum í gær.
Á flótta Íbúar strandbæjarins Muttur á NA-Srí Lanka á flótta undan átökunum í gær. MYND/AP

Þúsundir íbúa á átakasvæðinu í norðaustur­hluta Srí Lanka, þar sem stjórnarher Srí Lanka á í höggi við skæruliða aðskilnaðarsinnaðra tamíla, voru í gær á flótta undan átökunum. Á fimmtudag dóu minnst átján manns er fallbyssukúlur lentu á þremur skólum í strandbænum Muttur, þar sem íbúar höfðu leitað skjóls. Fleiri féllu í gær.

Hvor aðilinn sakaði hinn um að bera ábyrgð á manntjóninu. Síðustu daga hafa hörðustu átök skæruliða aðskilnaðarsinnaðra tamíla og stjórnarhersins geisað á þessum slóðum frá því vopnahlé komst á árið 2002.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×