Tveir nýliðar og fimm heimamenn valdir 9. ágúst 2006 14:00 fyrsta landslið eyjólfs Byrjunarliðið sem mætti liði Trinídad og Tóbagó í Lundúnum í lok febrúar. Var það fyrsti leikur Íslands undir stjórn Eyjólfs Sverrissonar. MYND/VALLI Alls eru fimm leikmenn í Landsbankadeild karla og fimmtán atvinnumenn í ýmsum Evrópulöndum í landsliði Íslands sem mætir Spáni í vináttulandsleik í knattspyrnu á þriðjudaginn kemur. Þá eru tveir nýliðar, þeir Ármann Smári Björnsson og Matthías Guðmundsson, sem áttu sjálfsagt alls ekki von á því að verða valdir í landsliðið. "Þessir strákar hafa verið að standa sig vel og eru því valdir í landsliðið að þessu sinni," sagði Eyjólfur Sverrisson landsliðsþjálfari við Fréttablaðið. Hann getur þó aðeins notað átján leikmenn í leiknum og verða því tveir í hópnum að víkja á leikdag. Þá vakti það einnig athygli að Eyjólfur valdi hinn þrítuga Sigurvin Ólafsson og Ólaf Inga Skúlason sem er nýbúinn að jafna sig á erfiðum meiðslum. "Sigurvin hefur einfaldlega verið einn besti leikmaður deildarinnar í sumar," sagði Eyjólfur. "Það er traust að hafa hann í þessum hópi," bætti hann við. Í liðið vantar marga leikmenn sem leika á Norðurlöndunum sem hafa verið í landsliðinu undanfarin ár og segir Eyjólfur að hann hafi rætt við alla þá leikmenn en ákveðið að velja þá ekki þar sem flestir þeirra eru að leika á sunnudagskvöldið með sínum liðum. "Þeim er enginn greiði gerður með því að boða þá í leik strax á þriðjudag. Ég vil frekar að þeir einbeiti sér með sínum liðum og tek þá aðra sem geta gefið sig 100% í þetta verkefni." Nokkrar undantekningar eru þó á þessu eins og í tilfelli Kára Árnasonar og Veigars Páls Gunnarssonar. "Ég valdi Veigar þar sem hann var ekki með síðast og býst ég við að hann fái hálftíma í leiknum. En þetta er mikið púsluspil og nú fá margir leikmenn tækifæri til að sýna sig með landsliðinu. Við erum með breiðan hóp og það er samkeppni um að komst í liðið sem er auðvitað hið besta mál." Eyjólfur býst ekki við öðru en að Eiður Smári Guðjohnsen verði með íslenska liðinu en hann er í æfingaferð með Barcelona í Mið- og Norður-Ameríku. "Eins og málin standa í dag lítur út fyrir að hann ferðist hingað til lands með þeim leikmönnum Barcelona sem verða valdir í spænska landsliðið." Íslenska liðið hefur leik í undankeppni EM í byrjun september og verður fyrsti leikur liðsins í Belfast, gegn Norður-Írum. Eyjólfur hefur fengið tvo leiki til undirbúnings, gegn Trinídad og Tóbagó í febrúar síðastliðnum og nú gegn Spáni. Fyrir báða þessa leiki kom landsliðið aðeins saman í tvo daga áður en leikur hófst. "Jú, þetta er lítill undirbúningur, það verður að segjast," sagði Eyjólfur aðspurður um málið. "Við hjá KSÍ erum ekki sáttir við þetta en við fengum bara enga leiki. Það er erfitt að koma á æfingaleikjum og verðum við því að nýta þessa daga sem í boði eru eins vel og mögulegt er. Það þýðir ekkert að kvarta undan þessu, við ætlum okkur að vera tilbúnir gegn Norður-Írum og ætlum að sýna okkar rétta andlit." Íþróttir Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Valur - Fram | Bikarinn á loft á Hlíðarenda? Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Laufey lyfti heimsmeistaratitli í bekkpressu Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins Dagskráin í dag: Pílukast, íshokkí og golf „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjá meira
Alls eru fimm leikmenn í Landsbankadeild karla og fimmtán atvinnumenn í ýmsum Evrópulöndum í landsliði Íslands sem mætir Spáni í vináttulandsleik í knattspyrnu á þriðjudaginn kemur. Þá eru tveir nýliðar, þeir Ármann Smári Björnsson og Matthías Guðmundsson, sem áttu sjálfsagt alls ekki von á því að verða valdir í landsliðið. "Þessir strákar hafa verið að standa sig vel og eru því valdir í landsliðið að þessu sinni," sagði Eyjólfur Sverrisson landsliðsþjálfari við Fréttablaðið. Hann getur þó aðeins notað átján leikmenn í leiknum og verða því tveir í hópnum að víkja á leikdag. Þá vakti það einnig athygli að Eyjólfur valdi hinn þrítuga Sigurvin Ólafsson og Ólaf Inga Skúlason sem er nýbúinn að jafna sig á erfiðum meiðslum. "Sigurvin hefur einfaldlega verið einn besti leikmaður deildarinnar í sumar," sagði Eyjólfur. "Það er traust að hafa hann í þessum hópi," bætti hann við. Í liðið vantar marga leikmenn sem leika á Norðurlöndunum sem hafa verið í landsliðinu undanfarin ár og segir Eyjólfur að hann hafi rætt við alla þá leikmenn en ákveðið að velja þá ekki þar sem flestir þeirra eru að leika á sunnudagskvöldið með sínum liðum. "Þeim er enginn greiði gerður með því að boða þá í leik strax á þriðjudag. Ég vil frekar að þeir einbeiti sér með sínum liðum og tek þá aðra sem geta gefið sig 100% í þetta verkefni." Nokkrar undantekningar eru þó á þessu eins og í tilfelli Kára Árnasonar og Veigars Páls Gunnarssonar. "Ég valdi Veigar þar sem hann var ekki með síðast og býst ég við að hann fái hálftíma í leiknum. En þetta er mikið púsluspil og nú fá margir leikmenn tækifæri til að sýna sig með landsliðinu. Við erum með breiðan hóp og það er samkeppni um að komst í liðið sem er auðvitað hið besta mál." Eyjólfur býst ekki við öðru en að Eiður Smári Guðjohnsen verði með íslenska liðinu en hann er í æfingaferð með Barcelona í Mið- og Norður-Ameríku. "Eins og málin standa í dag lítur út fyrir að hann ferðist hingað til lands með þeim leikmönnum Barcelona sem verða valdir í spænska landsliðið." Íslenska liðið hefur leik í undankeppni EM í byrjun september og verður fyrsti leikur liðsins í Belfast, gegn Norður-Írum. Eyjólfur hefur fengið tvo leiki til undirbúnings, gegn Trinídad og Tóbagó í febrúar síðastliðnum og nú gegn Spáni. Fyrir báða þessa leiki kom landsliðið aðeins saman í tvo daga áður en leikur hófst. "Jú, þetta er lítill undirbúningur, það verður að segjast," sagði Eyjólfur aðspurður um málið. "Við hjá KSÍ erum ekki sáttir við þetta en við fengum bara enga leiki. Það er erfitt að koma á æfingaleikjum og verðum við því að nýta þessa daga sem í boði eru eins vel og mögulegt er. Það þýðir ekkert að kvarta undan þessu, við ætlum okkur að vera tilbúnir gegn Norður-Írum og ætlum að sýna okkar rétta andlit."
Íþróttir Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Valur - Fram | Bikarinn á loft á Hlíðarenda? Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Laufey lyfti heimsmeistaratitli í bekkpressu Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins Dagskráin í dag: Pílukast, íshokkí og golf „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjá meira