Í draumaheimi í LA 10. ágúst 2006 12:45 Feðgarnir saman Eyrún hélt ekki að Marinó hefði þekkt pabba sinn á sviðinu, enda var það langt í burtu. Fjölskyldan átti þó góðar stundir á meðan Eyrún og Marinó voru úti hjá Magna. MYND/Heiða Eyrún Huld Haraldsdóttir og Marinó Bjarni Magnason, unnusta og sonur Magna Ásgeirssonar, vöktu mikla athygli áhorfenda sjónvarpsþáttanna Rock Star: Supernova í fyrrakvöld. Eins og frægt er orðið flugu þau til Los Angeles til að vera með Magna, íslenska keppenda þáttanna, og fylgjast með honum keppa. „Kvöldið var auðvitað dálítið súrrealískt en ótrúlega skemmtilegt,“ segir Eyrún Huld og Marinó tekur undir það í bakgrunninum með ánægjulegu hjali. Hún segir að mestur tími hennar hafi þó farið í að halda Marinó góðum enda hafi hann verið orðinn dálítið þreyttur undir lokinn. „Ég þurfti auðvitað að labba með hann inn og út enda voru svo mikil læti þarna inni að það var ekki hægt að hafa hann þar allan tímann.“ Þau voru þó að sjálfsögðu í salnum á meðan Magni flutti Dolphin‘s Cry með hljómsveitinni Live með eftirminnilegum hætti. „Þetta var auðvitað alveg geggjað flott og hann var alveg á meðal þeirra þriggja bestu,“ segir Eyrún, greinilega ánægð með sinn mann. Myndatökumenn sjónvarpsþáttanna sýndu myndir af Eyrúnu Huld og Marinó og er mál manna að þau hafi tekið sig vel út á skjánum. „Ég þurfti aðeins að leika við Marinó til að reyna að láta hann brosa í myndavélarnar,“ segir Eyrún Huld og hlær. Hún er ekki viss um að Marinó hafi þekkt pabba sinn á meðan hann var á sviðinu, enda var það langt í burtu frá þeim. „Marinó fylgdist samt vel með öllum hljóðunum og ljósunum og var eiginlega bara heillaður af þessu.“ Á meðan á dvöl Eyrúnar Huldar og Marinó stóð fengu þau að heimsækja setur keppendanna í tvær klukkustundir og færðu þeim hálsmen með íslenskum rúnum. „Maður labbar eiginlega inn í einhvern draumaheim, með myndavélar og mæka í kringum okkur allan tímann.“ Eyrún segist ekki hafa kynnst dómnefnd raunveruleikaþáttanna að ráði heldur bara séð þeim bregða fyrir. „Ég hitti bara Tommy Lee aðeins og hann bauð mig velkomna.“ Aðspurð segist Eyrún Huld ekki búast við að fara aftur út til að fylgjast með Magna keppa. „Þetta er auðvitað mjög langt ferðalag og ég held ég treysti mér ekki aftur með hann með mér. Ekki nema það sé úrslitaþátturinn, þá veit maður aldrei.“ Rock Star Supernova Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Sjá meira
Eyrún Huld Haraldsdóttir og Marinó Bjarni Magnason, unnusta og sonur Magna Ásgeirssonar, vöktu mikla athygli áhorfenda sjónvarpsþáttanna Rock Star: Supernova í fyrrakvöld. Eins og frægt er orðið flugu þau til Los Angeles til að vera með Magna, íslenska keppenda þáttanna, og fylgjast með honum keppa. „Kvöldið var auðvitað dálítið súrrealískt en ótrúlega skemmtilegt,“ segir Eyrún Huld og Marinó tekur undir það í bakgrunninum með ánægjulegu hjali. Hún segir að mestur tími hennar hafi þó farið í að halda Marinó góðum enda hafi hann verið orðinn dálítið þreyttur undir lokinn. „Ég þurfti auðvitað að labba með hann inn og út enda voru svo mikil læti þarna inni að það var ekki hægt að hafa hann þar allan tímann.“ Þau voru þó að sjálfsögðu í salnum á meðan Magni flutti Dolphin‘s Cry með hljómsveitinni Live með eftirminnilegum hætti. „Þetta var auðvitað alveg geggjað flott og hann var alveg á meðal þeirra þriggja bestu,“ segir Eyrún, greinilega ánægð með sinn mann. Myndatökumenn sjónvarpsþáttanna sýndu myndir af Eyrúnu Huld og Marinó og er mál manna að þau hafi tekið sig vel út á skjánum. „Ég þurfti aðeins að leika við Marinó til að reyna að láta hann brosa í myndavélarnar,“ segir Eyrún Huld og hlær. Hún er ekki viss um að Marinó hafi þekkt pabba sinn á meðan hann var á sviðinu, enda var það langt í burtu frá þeim. „Marinó fylgdist samt vel með öllum hljóðunum og ljósunum og var eiginlega bara heillaður af þessu.“ Á meðan á dvöl Eyrúnar Huldar og Marinó stóð fengu þau að heimsækja setur keppendanna í tvær klukkustundir og færðu þeim hálsmen með íslenskum rúnum. „Maður labbar eiginlega inn í einhvern draumaheim, með myndavélar og mæka í kringum okkur allan tímann.“ Eyrún segist ekki hafa kynnst dómnefnd raunveruleikaþáttanna að ráði heldur bara séð þeim bregða fyrir. „Ég hitti bara Tommy Lee aðeins og hann bauð mig velkomna.“ Aðspurð segist Eyrún Huld ekki búast við að fara aftur út til að fylgjast með Magna keppa. „Þetta er auðvitað mjög langt ferðalag og ég held ég treysti mér ekki aftur með hann með mér. Ekki nema það sé úrslitaþátturinn, þá veit maður aldrei.“
Rock Star Supernova Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Sjá meira