Í draumaheimi í LA 10. ágúst 2006 12:45 Feðgarnir saman Eyrún hélt ekki að Marinó hefði þekkt pabba sinn á sviðinu, enda var það langt í burtu. Fjölskyldan átti þó góðar stundir á meðan Eyrún og Marinó voru úti hjá Magna. MYND/Heiða Eyrún Huld Haraldsdóttir og Marinó Bjarni Magnason, unnusta og sonur Magna Ásgeirssonar, vöktu mikla athygli áhorfenda sjónvarpsþáttanna Rock Star: Supernova í fyrrakvöld. Eins og frægt er orðið flugu þau til Los Angeles til að vera með Magna, íslenska keppenda þáttanna, og fylgjast með honum keppa. „Kvöldið var auðvitað dálítið súrrealískt en ótrúlega skemmtilegt,“ segir Eyrún Huld og Marinó tekur undir það í bakgrunninum með ánægjulegu hjali. Hún segir að mestur tími hennar hafi þó farið í að halda Marinó góðum enda hafi hann verið orðinn dálítið þreyttur undir lokinn. „Ég þurfti auðvitað að labba með hann inn og út enda voru svo mikil læti þarna inni að það var ekki hægt að hafa hann þar allan tímann.“ Þau voru þó að sjálfsögðu í salnum á meðan Magni flutti Dolphin‘s Cry með hljómsveitinni Live með eftirminnilegum hætti. „Þetta var auðvitað alveg geggjað flott og hann var alveg á meðal þeirra þriggja bestu,“ segir Eyrún, greinilega ánægð með sinn mann. Myndatökumenn sjónvarpsþáttanna sýndu myndir af Eyrúnu Huld og Marinó og er mál manna að þau hafi tekið sig vel út á skjánum. „Ég þurfti aðeins að leika við Marinó til að reyna að láta hann brosa í myndavélarnar,“ segir Eyrún Huld og hlær. Hún er ekki viss um að Marinó hafi þekkt pabba sinn á meðan hann var á sviðinu, enda var það langt í burtu frá þeim. „Marinó fylgdist samt vel með öllum hljóðunum og ljósunum og var eiginlega bara heillaður af þessu.“ Á meðan á dvöl Eyrúnar Huldar og Marinó stóð fengu þau að heimsækja setur keppendanna í tvær klukkustundir og færðu þeim hálsmen með íslenskum rúnum. „Maður labbar eiginlega inn í einhvern draumaheim, með myndavélar og mæka í kringum okkur allan tímann.“ Eyrún segist ekki hafa kynnst dómnefnd raunveruleikaþáttanna að ráði heldur bara séð þeim bregða fyrir. „Ég hitti bara Tommy Lee aðeins og hann bauð mig velkomna.“ Aðspurð segist Eyrún Huld ekki búast við að fara aftur út til að fylgjast með Magna keppa. „Þetta er auðvitað mjög langt ferðalag og ég held ég treysti mér ekki aftur með hann með mér. Ekki nema það sé úrslitaþátturinn, þá veit maður aldrei.“ Rock Star Supernova Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Lífið Fleiri fréttir Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Sjá meira
Eyrún Huld Haraldsdóttir og Marinó Bjarni Magnason, unnusta og sonur Magna Ásgeirssonar, vöktu mikla athygli áhorfenda sjónvarpsþáttanna Rock Star: Supernova í fyrrakvöld. Eins og frægt er orðið flugu þau til Los Angeles til að vera með Magna, íslenska keppenda þáttanna, og fylgjast með honum keppa. „Kvöldið var auðvitað dálítið súrrealískt en ótrúlega skemmtilegt,“ segir Eyrún Huld og Marinó tekur undir það í bakgrunninum með ánægjulegu hjali. Hún segir að mestur tími hennar hafi þó farið í að halda Marinó góðum enda hafi hann verið orðinn dálítið þreyttur undir lokinn. „Ég þurfti auðvitað að labba með hann inn og út enda voru svo mikil læti þarna inni að það var ekki hægt að hafa hann þar allan tímann.“ Þau voru þó að sjálfsögðu í salnum á meðan Magni flutti Dolphin‘s Cry með hljómsveitinni Live með eftirminnilegum hætti. „Þetta var auðvitað alveg geggjað flott og hann var alveg á meðal þeirra þriggja bestu,“ segir Eyrún, greinilega ánægð með sinn mann. Myndatökumenn sjónvarpsþáttanna sýndu myndir af Eyrúnu Huld og Marinó og er mál manna að þau hafi tekið sig vel út á skjánum. „Ég þurfti aðeins að leika við Marinó til að reyna að láta hann brosa í myndavélarnar,“ segir Eyrún Huld og hlær. Hún er ekki viss um að Marinó hafi þekkt pabba sinn á meðan hann var á sviðinu, enda var það langt í burtu frá þeim. „Marinó fylgdist samt vel með öllum hljóðunum og ljósunum og var eiginlega bara heillaður af þessu.“ Á meðan á dvöl Eyrúnar Huldar og Marinó stóð fengu þau að heimsækja setur keppendanna í tvær klukkustundir og færðu þeim hálsmen með íslenskum rúnum. „Maður labbar eiginlega inn í einhvern draumaheim, með myndavélar og mæka í kringum okkur allan tímann.“ Eyrún segist ekki hafa kynnst dómnefnd raunveruleikaþáttanna að ráði heldur bara séð þeim bregða fyrir. „Ég hitti bara Tommy Lee aðeins og hann bauð mig velkomna.“ Aðspurð segist Eyrún Huld ekki búast við að fara aftur út til að fylgjast með Magna keppa. „Þetta er auðvitað mjög langt ferðalag og ég held ég treysti mér ekki aftur með hann með mér. Ekki nema það sé úrslitaþátturinn, þá veit maður aldrei.“
Rock Star Supernova Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Lífið Fleiri fréttir Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Sjá meira