Erlent

Trúa mýtu um meyjarhaftið

Unglingsstúlkur Líklegt er að þessar stúlkur þekki ekki sannleikann um meyjarhaftið, samkvæmt nýrri sænskri rannsókn.
Unglingsstúlkur Líklegt er að þessar stúlkur þekki ekki sannleikann um meyjarhaftið, samkvæmt nýrri sænskri rannsókn. MYND/nordicphotos/getty images

Meirihluti sænskra unglinga trúir enn bábiljum um meyjarhaftið, samkvæmt nýrri sænskri rannsókn sem gerð var við háskólann í Umeå, þar sem tvö hundruð framhaldsskólanemar voru spurðir: „Hvað er meyjarhaftið?“.

„Langflestir trúa að það sé haft sem rifnar við fyrstu kynmök, og þá blæði og að það sé sárt,“ sagði Carola Eriksson, önnur tveggja sérfræðinga sem stóðu að rannsókninni.

Sannleikurinn er hins vegar sá að meyjarhaftið er ekki haft, heldur slímhimna sem teygist með aldrinum.

„Það blæðir ekki hjá áttatíu prósentum (kvenna) við fyrstu samfarir. Kringumstæðurnar valda blæðingum frá þeim fáu sem blæðir, þar sem máli skiptir hvort maður vill samfarirnar eða ekki, hvort maður er nægilega örvaður, hvort maður er taugaóstyrkur og hvort maður er búinn að taka út kynþroskann. Þetta hefur ekki með neitt haft sem rifnar að gera,“ sagði Eriksson.

Hún bætti við að mýtan um meyjarhaftið væri frá þeim tíma þegar ungar telpur voru giftar fullorðnum mönnum, og þá var ekki spurt um langanir stúlkunnar á brúðkaupsnóttina.

Fjallað var um rannsóknina á fréttavef sænska blaðsins Dagens Nyheter.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×