Erlent

Klám sýnt í fréttatíma

Gróft tékkneskt klám var sýnt í fréttatíma sænska ríkissjónvarpsins aðfaranótt sunnudagsins, samkvæmt frétt Svenska Dagbladet. Ástæðan er sú að á skjáum fyrir aftan þulinn eru sýndar erlendar fréttastöðvar.

Fyrr um kvöldið var starfsfólk sjónvarpsstöðvarinnar að fylgjast með íþróttum á stöð sem sýnir fullorðinsefni eftir miðnætti, en gleymdi að skipta aftur yfir á fréttastöð og því fór sem fór.

Klámið var ekki á skjánum nema í um þrjátíu sekúndur og engar kvartanir hafa borist vegna atviksins, en sænskir fjölmiðlar hafa hins vegar gert sér mikinn mat úr málinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×