Valsmenn eru stórhuga fyrir komandi leiktíð 24. ágúst 2006 00:01 Valsmenn eru brattir fyrir komandi vetur og ætla sér stóra hluti. mynd/gva Valsmenn boðuðu til mjög svo veglegs blaðamannafundar í húsakynnum Frjálsa fjárfestingabankans í gær þar sem farið var yfir stöðu mála, bæði hjá meistaraflokki karla og kvenna. Markmið Vals er mjög einfalt, sigur í öllum keppnum sem í boði eru. Nýjasti leikmaður meistaraflokks karla var kynntur til sögunnar en það er Arnór Gunnarsson, sem gengur til liðs við Val frá Þór á Akureyri. Arnór, sem er hægri hornamaður, er unglingalandsliðsmaður og skoraði 172 mörk í DHL deildinni á síðustu leiktíð. Hjá konunum er nýjasti leikmaðurinn Hildigunnur Einarsdóttir sem lék með Fram á síðustu leiktíð og er ein efnilegasta handboltakona landsins og þá mun Brynja Steinsen mæta til leiks á ný eftir barnsburðarleyfi. Einnig var það tilkynnt á fundinum að samningar hafa nú verið endurnýjaðir við u.þ.b. 30 leikmenn í meistaraflokkum félagsins en langflestir samningar þeirra eru til þriggja ára og ljóst er að Valsmenn ætla sér stóra hluti í handboltanum á Íslandi á næstu árum. Þá hefur Kristinn Guðmundsson verið ráðinn yfirþjálfari yngri flokka félagsins en Kristinn þjálfaði meistaraflokk ÍBV á síðustu leiktíð. ¿Við erum með mjög ungt og skemmtilegt lið og þetta er draumalið fyrir þjálfara að vinna með,¿ sagði Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari karlaliðs Vals. Óskar talaði um að Valur myndi mæta með sterkara lið til leiks nú heldur en í fyrra og bætti því við að breiddin í liðinu nú væri meiri. ¿Ég held að við séum með eitt skemmtilegasta lið sem Valur hefur stillt upp síðan Dagur og Óli og þeir komu á fjalirnar árið 1993,¿ sagði kokhraustur þjálfari karlaliðs Vals. - dsd Íslenski handboltinn Innlendar Íþróttir Olís-deild karla Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Fleiri fréttir Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Sjá meira
Valsmenn boðuðu til mjög svo veglegs blaðamannafundar í húsakynnum Frjálsa fjárfestingabankans í gær þar sem farið var yfir stöðu mála, bæði hjá meistaraflokki karla og kvenna. Markmið Vals er mjög einfalt, sigur í öllum keppnum sem í boði eru. Nýjasti leikmaður meistaraflokks karla var kynntur til sögunnar en það er Arnór Gunnarsson, sem gengur til liðs við Val frá Þór á Akureyri. Arnór, sem er hægri hornamaður, er unglingalandsliðsmaður og skoraði 172 mörk í DHL deildinni á síðustu leiktíð. Hjá konunum er nýjasti leikmaðurinn Hildigunnur Einarsdóttir sem lék með Fram á síðustu leiktíð og er ein efnilegasta handboltakona landsins og þá mun Brynja Steinsen mæta til leiks á ný eftir barnsburðarleyfi. Einnig var það tilkynnt á fundinum að samningar hafa nú verið endurnýjaðir við u.þ.b. 30 leikmenn í meistaraflokkum félagsins en langflestir samningar þeirra eru til þriggja ára og ljóst er að Valsmenn ætla sér stóra hluti í handboltanum á Íslandi á næstu árum. Þá hefur Kristinn Guðmundsson verið ráðinn yfirþjálfari yngri flokka félagsins en Kristinn þjálfaði meistaraflokk ÍBV á síðustu leiktíð. ¿Við erum með mjög ungt og skemmtilegt lið og þetta er draumalið fyrir þjálfara að vinna með,¿ sagði Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari karlaliðs Vals. Óskar talaði um að Valur myndi mæta með sterkara lið til leiks nú heldur en í fyrra og bætti því við að breiddin í liðinu nú væri meiri. ¿Ég held að við séum með eitt skemmtilegasta lið sem Valur hefur stillt upp síðan Dagur og Óli og þeir komu á fjalirnar árið 1993,¿ sagði kokhraustur þjálfari karlaliðs Vals. - dsd
Íslenski handboltinn Innlendar Íþróttir Olís-deild karla Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Fleiri fréttir Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni