Ríkisstjórnin á Srí Lanka íhugar nú að taka aftur upp þráðinn í vopnahlésviðræðum við Tamílatígrana. Stjórnin setur sem skilyrði að hinn sjaldséði leiðtogi Tígranna, Prabhakaran, leggi fram skriflegt tilboð þess efnis að Tamílatígrarnir fari fram á frið.
Talsmaður stjórnarinnar sagði einnig að í samningum um vopnahlé þyrfti að hafa skýr ákvæði um hafrétt, til að vernda viðkvæmar flotastöðvar hersins í Trincomalee.
Annars var friðsælt í gær og fyrrinótt á Srí Lanka, utan eina loftárás stjórnarhersins sem olli engum mannskaða.