Erlent

Vill 3 milljónir punda í bætur

Ryanair
Flugfélagið hefur lagt fram kæru á hendur bresku ríkisstjórninni.
Ryanair Flugfélagið hefur lagt fram kæru á hendur bresku ríkisstjórninni. MYND/nordicphotos/afp

Lágfargjaldaflugfélagið Ryanair hefur höfðað mál gegn bresku ríkisstjórninni vegna herts öryggiseftirlits eftir að upp komst um meint hryðjuverk sem fremja átti í háloftunum.

Fara forsvarsmenn fyrirtækisins fram á þriggja milljóna punda skaðabætur, sem samsvarar um 400 milljón krónum. Að sögn talsmanns flugfélagsins er kærunni ætlað að hvetja yfirvöld til að færa öryggiseftirlit aftur til fyrra horfs og sjá til þess að lögregla og her hjálpi til við eftirlitið í neyðartilfellum. Talsmaður samgönguráðuneytisins segir flugfélagið ekki hafa neinn lagalegan grundvöll til kærunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×