Erlent

Einn komst af en 49 fórust í flugslysi

brunnu inni Dánardómstjórinn Gary Ginn skýrir frá rannsókn slyssins í Lexington í gær.
brunnu inni Dánardómstjórinn Gary Ginn skýrir frá rannsókn slyssins í Lexington í gær. MYND/AP

Þota sem var nýlögð af stað til Atlanta frá Blue Grass-flugvelli í Lexington í Kentucky, hrapaði rétt utan við flugbrautina í gær. Einn úr áhöfn vélarinnar komst af, mikið slasaður, en allir aðrir sem í vélinni voru, 49 manns, fórust.

Eldur kom upp í vélinni er hún hrapaði, en búkur hennar virtist heill þegar að var komið. Hún var í eigu Comair-flugfélagsins og af gerðinni Bombardier CJR-200 sem mikið er notuð í ferðum milli borga í Bandaríkjunum.

Þeir voru nýkomnir á loft svo að ég er viss um að vélin var full af eldsneyti, sagði Gary Ginn, dánardómstjóri Fayette-sýslu sem Lexington tilheyrir. Hann sagðist gera ráð fyrir að dánarorsök flestra sem um borð voru væri að rekja til eldhafsins.

Þetta er mannskæðasta flugslys sem orðið hefur í Bandaríkjunum í nærri sex ár.

Talsmaður lögreglu sagði að verið væri að rannsaka hvort vélin hefði tekið á loft frá rangri flugbraut og flugstjórinn fyrst gert sér grein fyrir því á síðustu stundu að brautin væri of stutt. Laura Brown, talsmaður bandarísku flugöryggisstofnunarinnar FAA, sagði að engar vísbendingar bentu til hryðjuverks.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×