Hitler, Grettir og Ronja KHH skrifar 2. september 2006 09:30 Guðjón Pedersen leikhússtjóri Borgarleikhúsið lítur um öxl í vetur en Leikfélag Reykjavíkur fagnar 110 ára afmæli þetta árið. Á dagskrá vetrarins eru tvö „klassísk" íslensk leikrit sem ekki hafa farið á fjalirnar lengi, Dagur vonar eftir Birgi Sigurðsson og söngleikurinn Grettir eftir Ólaf Hauk Símonarson, Þórarin Eldjárn og Egil Ólafsson. „Leikritið Dagur vonar var frumsýnt á 90 ára afmæli leikfélagsins og í ár leitum við aðeins í nostalgíuna," útskýrir Guðjón Pedersen leikhússtjóri Borgarleikhússins, „en Grettir er síðan hinn hluti nostalgíunnar". Dagur vonar, í leikstjórn Hilmis Snæs Guðnasonar, verður frumsýnt í janúar en sagan um hinn lánlausa Gretti tveimur mánuðum síðar. Leikhússtjórinn vill lítið upplýsa um hlutverkaskipan verkanna að svo stöddu. Fyrsta frumsýning vetrarins er verkið Mein Kampf eftir George Tabori sem fer af stað á Nýja sviðinu nú í september. Verkið er meinfyndinn gamanleikur um myndlistarnemann Adolf Hitler en þar er skyggnst bak við aðdraganda helfararinnar í lúmskum spéspegli. Leikstjóri er Hafliði Arngrímsson. Annað flaggskip vetrarins er meistarastykki Peters Shaffer, Amadeus, þar sem greint er frá sambandi tónskáldanna Mozart og Antonio Salieri en það byggir á sögusögnum um dulafullan dauða Mozarts og þátt Salieri í honum. Stefán Baldursson leikstýrir en frumsýnt er í október. Athygli vekur að leikfélagið mun sýna tvö verk eftir skoska leikskáldið Anthony Neilson á leikárinu en verk hans hafa verið á margra vörum undanfarið, ekki síst vegna nýlegra uppfærslna á verkunum Ritskoðaranum og Penetreitor. „Við höfum verið að fylgjast með Neilson undanfarin ár en hann er mjög fjölhæft leikskáld. Við ákváðum að sýna þessa fjölbreytni og gera honum hátt undir höfði í vetur," segir Guðjón og nefnir að leikskáldið sé ef til vill á leiðinni hingað til lands í tilefni þessa. „Þessi verk eru mjög ólík, annað er fantasíuverk en hitt er gamanleikrit með afar sterkum boðskap." Benedikt Erlingsson leikstýrir fantasíunni Fagra veröld en Steinunn Knútsdóttir verkinu Lík í óskilum. Tvö ný íslensk verk verða einnig sýnd í samstarfi við Borgarleikhúsið. Nýtt verk eftir Björk Jakobsdóttur, Fyrirtíðarspenna, sem fjallar um vandamál sem margar konur kannast við, og verkið Eilíf hamingja eftir Andra Snæ Magnason sem Guðjón segir meðal annars fjalla um hversu krefjandi og harðir húsbændur nettengdir vinnustaðir geti verið. Frá fyrra leikári fara fimm verk aftur á svið, Ronja ræningjadóttir, Viltu finna milljón?, Manntafl og Alveg brilljant skilnaður að ógleymdu verki Braga Ólafssonar, Belgíska Kongó, sem nú verður tekið til sýninga á ný. „Litla krúttlega sýningin sem við ætluðum að vera með nokkrum sinnum heldur áfram fjórða leikárið í röð. Rósalind er alveg ódrepandi," útskýrir Guðjón. Farsælu samstarfi Íslenska dansflokksins og Borgarleikhússins verður haldið áfram í vetur og einnig er stefnt að öðrum uppákomum sem víkka út heim leikhússins, til dæmis verða kynningar á leikskáldum, fræðsludagskrár skipulagðar og efnt til leiklestra. „Við erum rétt að ræsa vélina," segir Guðjón að lokum. Á morgun, sunnudag, verður opið hús í Borgarleikhúsinu milli kl. 15 og 17 en þá verður fjölbreytt dagskrá fyrir alla fjölskylduna þar sem áhugasamir geta kynnt sér vetrarstarfið og kíkt á opnar æfingar. Leikhússtjórinn ætlar að jafnvel að henda í nokkrar vöfflur. Leikhús Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Borgarleikhúsið lítur um öxl í vetur en Leikfélag Reykjavíkur fagnar 110 ára afmæli þetta árið. Á dagskrá vetrarins eru tvö „klassísk" íslensk leikrit sem ekki hafa farið á fjalirnar lengi, Dagur vonar eftir Birgi Sigurðsson og söngleikurinn Grettir eftir Ólaf Hauk Símonarson, Þórarin Eldjárn og Egil Ólafsson. „Leikritið Dagur vonar var frumsýnt á 90 ára afmæli leikfélagsins og í ár leitum við aðeins í nostalgíuna," útskýrir Guðjón Pedersen leikhússtjóri Borgarleikhússins, „en Grettir er síðan hinn hluti nostalgíunnar". Dagur vonar, í leikstjórn Hilmis Snæs Guðnasonar, verður frumsýnt í janúar en sagan um hinn lánlausa Gretti tveimur mánuðum síðar. Leikhússtjórinn vill lítið upplýsa um hlutverkaskipan verkanna að svo stöddu. Fyrsta frumsýning vetrarins er verkið Mein Kampf eftir George Tabori sem fer af stað á Nýja sviðinu nú í september. Verkið er meinfyndinn gamanleikur um myndlistarnemann Adolf Hitler en þar er skyggnst bak við aðdraganda helfararinnar í lúmskum spéspegli. Leikstjóri er Hafliði Arngrímsson. Annað flaggskip vetrarins er meistarastykki Peters Shaffer, Amadeus, þar sem greint er frá sambandi tónskáldanna Mozart og Antonio Salieri en það byggir á sögusögnum um dulafullan dauða Mozarts og þátt Salieri í honum. Stefán Baldursson leikstýrir en frumsýnt er í október. Athygli vekur að leikfélagið mun sýna tvö verk eftir skoska leikskáldið Anthony Neilson á leikárinu en verk hans hafa verið á margra vörum undanfarið, ekki síst vegna nýlegra uppfærslna á verkunum Ritskoðaranum og Penetreitor. „Við höfum verið að fylgjast með Neilson undanfarin ár en hann er mjög fjölhæft leikskáld. Við ákváðum að sýna þessa fjölbreytni og gera honum hátt undir höfði í vetur," segir Guðjón og nefnir að leikskáldið sé ef til vill á leiðinni hingað til lands í tilefni þessa. „Þessi verk eru mjög ólík, annað er fantasíuverk en hitt er gamanleikrit með afar sterkum boðskap." Benedikt Erlingsson leikstýrir fantasíunni Fagra veröld en Steinunn Knútsdóttir verkinu Lík í óskilum. Tvö ný íslensk verk verða einnig sýnd í samstarfi við Borgarleikhúsið. Nýtt verk eftir Björk Jakobsdóttur, Fyrirtíðarspenna, sem fjallar um vandamál sem margar konur kannast við, og verkið Eilíf hamingja eftir Andra Snæ Magnason sem Guðjón segir meðal annars fjalla um hversu krefjandi og harðir húsbændur nettengdir vinnustaðir geti verið. Frá fyrra leikári fara fimm verk aftur á svið, Ronja ræningjadóttir, Viltu finna milljón?, Manntafl og Alveg brilljant skilnaður að ógleymdu verki Braga Ólafssonar, Belgíska Kongó, sem nú verður tekið til sýninga á ný. „Litla krúttlega sýningin sem við ætluðum að vera með nokkrum sinnum heldur áfram fjórða leikárið í röð. Rósalind er alveg ódrepandi," útskýrir Guðjón. Farsælu samstarfi Íslenska dansflokksins og Borgarleikhússins verður haldið áfram í vetur og einnig er stefnt að öðrum uppákomum sem víkka út heim leikhússins, til dæmis verða kynningar á leikskáldum, fræðsludagskrár skipulagðar og efnt til leiklestra. „Við erum rétt að ræsa vélina," segir Guðjón að lokum. Á morgun, sunnudag, verður opið hús í Borgarleikhúsinu milli kl. 15 og 17 en þá verður fjölbreytt dagskrá fyrir alla fjölskylduna þar sem áhugasamir geta kynnt sér vetrarstarfið og kíkt á opnar æfingar. Leikhússtjórinn ætlar að jafnvel að henda í nokkrar vöfflur.
Leikhús Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira