Rokland kvikmynduð á næsta ári 4. september 2006 14:30 Rokland sló í gegn hjá Íslendingum um síðustu jól en hún segir sögu bloggarans Bödda sem hyggst gjörbylta samfélaginu. Marteinn Þórsson, framleiðandi, skrifar undir samning þess efnis að hann skrifi kvikmyndahandrit eftir sögu Hallgríms Helgasonar, Rokland. „Það er rétt, ég skrifa undir samningin í dag og því er þetta í höfn,“ sagði Marteinn þegar Fréttablaðið innti hann eftir þessu. „Ég hef verið að vinna að þessu í allt sumar og átti síðan góðan fund með Páli Valssyni, útgefanda bókarinnar, sem leist mjög vel á hvert ég vildi fara með bókina,“ útskýrir Marteinn.Snorri Þórisson hjá Pegasus mun framleiða myndina og var Marteinn bjartsýnn á framhaldið. „Nú þarf að skrifa handritið og ef allt gengur að óskum getum við vonandi hafist handa næsta haust,“ segir Marteinn. Rokland sló í gegn hjá Íslendingum í fyrra en hún segir frá bloggaranum og fyrrverandi framhaldsskólakennaranum Bödda sem býr út á landi og skrifar um lífið á Sauðárkróki í óþökk íbúanna. Böddi verður sífellt afskiptari í samfélaginu og ríður að endingu til Reykjavíkur og ætlar sér að gjörbylta öllu samfélaginu. Ljóst er að hart verður barist um hlutverk Bödda hjá karlleikurum Íslands en sá sem síðast túlkaði persónu Hallgríms var Hilmir Snær Guðnason þegar hann skilaði hlutverki Hlyns í 101 Reykjavík eftir Baltasar Kormák. Hvort Hilmir mun endurtaka leikinn skýrist væntanlega næsta sumar. Menning Mest lesið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Leikjavísir Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Fleiri fréttir Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Marteinn Þórsson, framleiðandi, skrifar undir samning þess efnis að hann skrifi kvikmyndahandrit eftir sögu Hallgríms Helgasonar, Rokland. „Það er rétt, ég skrifa undir samningin í dag og því er þetta í höfn,“ sagði Marteinn þegar Fréttablaðið innti hann eftir þessu. „Ég hef verið að vinna að þessu í allt sumar og átti síðan góðan fund með Páli Valssyni, útgefanda bókarinnar, sem leist mjög vel á hvert ég vildi fara með bókina,“ útskýrir Marteinn.Snorri Þórisson hjá Pegasus mun framleiða myndina og var Marteinn bjartsýnn á framhaldið. „Nú þarf að skrifa handritið og ef allt gengur að óskum getum við vonandi hafist handa næsta haust,“ segir Marteinn. Rokland sló í gegn hjá Íslendingum í fyrra en hún segir frá bloggaranum og fyrrverandi framhaldsskólakennaranum Bödda sem býr út á landi og skrifar um lífið á Sauðárkróki í óþökk íbúanna. Böddi verður sífellt afskiptari í samfélaginu og ríður að endingu til Reykjavíkur og ætlar sér að gjörbylta öllu samfélaginu. Ljóst er að hart verður barist um hlutverk Bödda hjá karlleikurum Íslands en sá sem síðast túlkaði persónu Hallgríms var Hilmir Snær Guðnason þegar hann skilaði hlutverki Hlyns í 101 Reykjavík eftir Baltasar Kormák. Hvort Hilmir mun endurtaka leikinn skýrist væntanlega næsta sumar.
Menning Mest lesið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Leikjavísir Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Fleiri fréttir Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira