Skotinn til bana af samherjum 5. september 2006 07:00 Kanadískir hermenn í AFganistan Hermennirnir voru býsna niðurlútir í gær eftir að fréttir bárust af því að félagi þeirra hefði fallið fyrir skotum úr vinveittri flugvél. MYND/AP Einn kanadískur hermaður fórst og nokkrir særðust í gærmorgun þegar tvær bandarískar herþotur á vegum NATO gerðu loftárás í suðurhluta Afganistans. Loftárásin var gerð að beiðni NATO-sveitanna sem áttu þar í bardögum á jörðu niðri við talibana. Meira en 20 manns að auki fórust í Afganistan í gær, þar á meðal fjórir Afganar og einn breskur hermaður þegar sjálfsmorðsárás var gerð á bílalest NATO í höfuðborginni Kabúl. Hörð átök geisuðu um helgina milli talibana og NATO-hermanna í Kandahar-héraði í suðurhluta landsins. Átökin eru þau mannskæðustu frá því að bandaríski herinn og bandamenn hans steyptu talibanastjórn landsins af stóli fyrir fimm árum. Hersveitir NATO hófu á laugardaginn harða herferð gegn herskáum talibönum í Panjwayi-héraði, sem er hluti af Kandahar. Markmið herferðarinnar, sem hefur fengið nafnið Medúsa, er að hrekja hina herskáu talibana á brott frá svæðinu. Fjölmennur hópur talibana hefur haft aðsetur í Panjawi um langa tíð og skipulagt þar andspyrnu gegn bandaríska hernum og nú síðast gegn hersveitum á vegum NATO, sem tók við stjórn héraðsins í síðasta mánuði. Hersveitir NATO halda því fram að meira en 200 talibanar hafi fallið fyrstu tvo dagana frá því að herferðin hófst, á laugardag og sunnudag. Afganska varnarmálaráðuneytið segir að 89 talibanar hafi fallið, en sjálfir halda talibanar því fram að þeir hafi misst innan við tíu manns. „Þeir segjast hafa drepið 200 talibana en þeir drápu ekki einu sinni tíu,“ sagði Mullah Dadullah, sem er leiðtogi herskárra talibana í suðurhluta Afganistans. Hann talaði við fréttamann AP-fréttastofunnar í gegnum gervihnattarsíma, en fréttamaðurinn hefur áður talað við Dadullah og þekkti rödd hans. Dadullah sagði einnig að Mullah Omar væri enn æðsti leiðtogi talibananna, en hann fór í felur þegar talibanastjórnin hraktist frá völdum á sínum tíma. NATO heldur því einnig fram að afganska lögreglan hafi handtekið 80 talibana og 180 aðrir hafi flúið. Á sunnudaginn fórust einnig fjórir kanadískir hermenn og sjö særðust í bardögum við herskáa talibana í Pajwayi. Frá árinu 2002 hafa þá samtals 32 kanadískir hermenn og einn kanadískur stjórnarerindreki fallið í Afganistan. Frá því í nóvember árið 2001 hafa einnig 37 breskir hermenn fallið í Afganistan. Í gær sagði Richard Dannatt, yfirmaður breska herráðssins, í viðtali við breska dagblaðið Guardian, að það væri alveg á mörkunum að breski herinn réði við þau verkefni, sem hann hefði tekið að sér í Afganistan og Írak. Erlent Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Innlent Fleiri fréttir Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Sjá meira
Einn kanadískur hermaður fórst og nokkrir særðust í gærmorgun þegar tvær bandarískar herþotur á vegum NATO gerðu loftárás í suðurhluta Afganistans. Loftárásin var gerð að beiðni NATO-sveitanna sem áttu þar í bardögum á jörðu niðri við talibana. Meira en 20 manns að auki fórust í Afganistan í gær, þar á meðal fjórir Afganar og einn breskur hermaður þegar sjálfsmorðsárás var gerð á bílalest NATO í höfuðborginni Kabúl. Hörð átök geisuðu um helgina milli talibana og NATO-hermanna í Kandahar-héraði í suðurhluta landsins. Átökin eru þau mannskæðustu frá því að bandaríski herinn og bandamenn hans steyptu talibanastjórn landsins af stóli fyrir fimm árum. Hersveitir NATO hófu á laugardaginn harða herferð gegn herskáum talibönum í Panjwayi-héraði, sem er hluti af Kandahar. Markmið herferðarinnar, sem hefur fengið nafnið Medúsa, er að hrekja hina herskáu talibana á brott frá svæðinu. Fjölmennur hópur talibana hefur haft aðsetur í Panjawi um langa tíð og skipulagt þar andspyrnu gegn bandaríska hernum og nú síðast gegn hersveitum á vegum NATO, sem tók við stjórn héraðsins í síðasta mánuði. Hersveitir NATO halda því fram að meira en 200 talibanar hafi fallið fyrstu tvo dagana frá því að herferðin hófst, á laugardag og sunnudag. Afganska varnarmálaráðuneytið segir að 89 talibanar hafi fallið, en sjálfir halda talibanar því fram að þeir hafi misst innan við tíu manns. „Þeir segjast hafa drepið 200 talibana en þeir drápu ekki einu sinni tíu,“ sagði Mullah Dadullah, sem er leiðtogi herskárra talibana í suðurhluta Afganistans. Hann talaði við fréttamann AP-fréttastofunnar í gegnum gervihnattarsíma, en fréttamaðurinn hefur áður talað við Dadullah og þekkti rödd hans. Dadullah sagði einnig að Mullah Omar væri enn æðsti leiðtogi talibananna, en hann fór í felur þegar talibanastjórnin hraktist frá völdum á sínum tíma. NATO heldur því einnig fram að afganska lögreglan hafi handtekið 80 talibana og 180 aðrir hafi flúið. Á sunnudaginn fórust einnig fjórir kanadískir hermenn og sjö særðust í bardögum við herskáa talibana í Pajwayi. Frá árinu 2002 hafa þá samtals 32 kanadískir hermenn og einn kanadískur stjórnarerindreki fallið í Afganistan. Frá því í nóvember árið 2001 hafa einnig 37 breskir hermenn fallið í Afganistan. Í gær sagði Richard Dannatt, yfirmaður breska herráðssins, í viðtali við breska dagblaðið Guardian, að það væri alveg á mörkunum að breski herinn réði við þau verkefni, sem hann hefði tekið að sér í Afganistan og Írak.
Erlent Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Innlent Fleiri fréttir Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Sjá meira