Lífið

Magni stóð sig vel í Rock Star

Magni söng lagið When the Time Comes sem er ensk útgáfa af Á móti Sól - laginu Þegar tíminn kemur.
Magni söng lagið When the Time Comes sem er ensk útgáfa af Á móti Sól - laginu Þegar tíminn kemur.
Magni Ásgeirsson stóð sig að venju mjög vel í sjónvarpsþættinum Rock Star: Supernova. Magni söng fyrst bítlalagið U.S.S.R og svo lagið When the Time Comes sem er ensk útgáfa af Á móti Sól - laginu Þegar tíminn kemur. Kosningin hófst strax á eftir þættinum og lauk núna í morgun og má reikna með að fjöldi Íslendinga hafi lagt honum lið, reynt að koma honum í úrslitaþáttinn.

Skjár einn stóð fyrir Magna - vöku og bauð til sín fjölda stórstjarna sem skeggræddu mál Magna, fram og tilbaka. Athygli vakti þegar myndband með Silvíu Nótt var sýnt en hún heimsótti rokksetrið og er óhætt hægt að segja að stúlkan hafi stolið senunni. Hún gerði mikið at í bæði Lúkasi og Toby og hafði gaman af því að vera umkringd verðandi rokkstjörnum.

Í kvöld verða síðan úrslitin kunngjörð og þá skýrist hverjir komast í lokaþáttinn og eiga mögleika á því að verða forsöngvari Supernova - hljómsveitarinnar sem skipuð er þeim Jason Newsted, Gilby Clarke og Tommy Lee.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.