Johan Jakobsson, framkvæmdastjóri sænska Þjóðarflokksins, sagði upp störfum í gær í kjölfar þess að upp komst um tölvunjósnir sem ungliði úr flokknum viðurkenndi að hafa stundað. Ungliðinn hafði brotist inn í tölvukerfi Jafnaðarmannaflokksins.
Í yfirlýsingu sagðist Jakobson telja það best fyrir flokkinn að hann segði af sér, þrátt fyrir að hann teldi sig ekki bera neina sekt í málinu. Jakobsson hafði fengið vitneskju um brot ungliðans um miðjan mars.