Þrýstingur eykst á Leijonborg 7. september 2006 07:30 Fredrik Reinfeldt Sænska lögreglan upplýsti í gær að alls væru þrír starfsmenn ungliðahreyfingar Þjóðarflokksins grunaðir um að hafa átt þátt í að brjótast inn í tölvukerfi Jafnaðarmannaflokksins; það er einum fleiri en áður hafði komið fram. Framkvæmdastjóri flokksins sagði af sér vegna málsins í fyrradag og eftir því sem meira er um málið fjallað í sænskum fjölmiðlum eykst þrýstingur á flokksformanninn Lars Leijonborg um að taka líka pokann sinn, nú þegar tíu dagar eru til þingkosninga í landinu. Fredrik Reinfeldt, formaður Hægriflokksins og forsætisráðherraefni kosningabandalags borgaralegu flokkanna, sem Þjóðarflokkurinn á aðild að, lýsti því yfir í gær að vissulega væru það alvarlegir hlutir sem hefðu þarna átt sér stað, en að hans mati hefði flokksforystan „sýnt skýr og snögg viðbrögð“. Á fréttavef Dagens Nyheter er haft eftir Reinfeldt að það sé ekki í hans verkahring heldur flokksmanna í Þjóðarflokknum að segja til um hvort flokksformaðurinn Leijonborg njóti áfram trausts þeirra. Reinfeldt sagði ummæli Maritu Ulvskog, fjölmiðlafulltrúa jafnaðarmanna, sem líkti Leijonborg við nauðgara, vera högg undir beltisstað sem dæmdi sig sjálft. Stjórnmálaskýrendur hafa bent á að vert væri að spyrja hvers vegna jafnaðarmenn hefðu fyrst nú, svo skömmu fyrir kosningar, lagt fram kæru vegna hinna meintu innbrota í tölvukerfi þeirra, eftir að í ljós er komið að þeir höfðu sannanir fyrir þeim þegar í marsmánuði síðastliðnum. Stjórnmálafræðingurinn Magnus Hagevi við háskólann í Växsjö tjáir fréttavef Dagens Nyheter í gær að tölvunjósna-hneykslið gæti rúið Þjóðarflokkinn það miklu fylgi að hann kynni að eiga á hættu að falla niður fyrir fjögurra prósenta markið, sem er þröskuldurinn til að komast á þing. Það gæti ráðið úrslitum kosninganna, þar sem þar með gæti borgaraflokkabandalagið misst þann nauma meirihluta sem það hefur mælst með í skoðanakönnunum að undanförnu. Erlent Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Sjá meira
Sænska lögreglan upplýsti í gær að alls væru þrír starfsmenn ungliðahreyfingar Þjóðarflokksins grunaðir um að hafa átt þátt í að brjótast inn í tölvukerfi Jafnaðarmannaflokksins; það er einum fleiri en áður hafði komið fram. Framkvæmdastjóri flokksins sagði af sér vegna málsins í fyrradag og eftir því sem meira er um málið fjallað í sænskum fjölmiðlum eykst þrýstingur á flokksformanninn Lars Leijonborg um að taka líka pokann sinn, nú þegar tíu dagar eru til þingkosninga í landinu. Fredrik Reinfeldt, formaður Hægriflokksins og forsætisráðherraefni kosningabandalags borgaralegu flokkanna, sem Þjóðarflokkurinn á aðild að, lýsti því yfir í gær að vissulega væru það alvarlegir hlutir sem hefðu þarna átt sér stað, en að hans mati hefði flokksforystan „sýnt skýr og snögg viðbrögð“. Á fréttavef Dagens Nyheter er haft eftir Reinfeldt að það sé ekki í hans verkahring heldur flokksmanna í Þjóðarflokknum að segja til um hvort flokksformaðurinn Leijonborg njóti áfram trausts þeirra. Reinfeldt sagði ummæli Maritu Ulvskog, fjölmiðlafulltrúa jafnaðarmanna, sem líkti Leijonborg við nauðgara, vera högg undir beltisstað sem dæmdi sig sjálft. Stjórnmálaskýrendur hafa bent á að vert væri að spyrja hvers vegna jafnaðarmenn hefðu fyrst nú, svo skömmu fyrir kosningar, lagt fram kæru vegna hinna meintu innbrota í tölvukerfi þeirra, eftir að í ljós er komið að þeir höfðu sannanir fyrir þeim þegar í marsmánuði síðastliðnum. Stjórnmálafræðingurinn Magnus Hagevi við háskólann í Växsjö tjáir fréttavef Dagens Nyheter í gær að tölvunjósna-hneykslið gæti rúið Þjóðarflokkinn það miklu fylgi að hann kynni að eiga á hættu að falla niður fyrir fjögurra prósenta markið, sem er þröskuldurinn til að komast á þing. Það gæti ráðið úrslitum kosninganna, þar sem þar með gæti borgaraflokkabandalagið misst þann nauma meirihluta sem það hefur mælst með í skoðanakönnunum að undanförnu.
Erlent Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“