Fyrsta sveinbarnið í fjörtíu ár 7. september 2006 06:00 Fagnaðarfréttir Tókýóbúar lesa aukablöð sem gefin voru út til að flytja fréttir af fæðingunni í gær. MYND/AP Kiko prinsessa, eiginkona Akishinos yngri sonar Akihitos Japanskeisara, ól í gær son og er hann fyrsta sveinbarnið sem fæðist í keisarafjölskyldunni í fjörtíu ár. Þar með er botninn að mestu dottinn úr umræðu um það hvort breyta eigi fornum reglum um ríkiserfðir í Japan, þannig að kona geti erft keisaradæmið. Barnið var tekið með keisaraskurði á sjúkrahúsi í Tókýó. Drengurinn er þriðji í ríkiserfðaröðinni á eftir föður sínum og föðurbróður, krónprinsinum Naruhito. Hirðin í Tókýó tilkynnti að greint yrði frá nafni hins nýfædda prins næstkomandi þriðjudag. Fréttinni af fæðingu sveinsins var tekið með kostum og kynjum í Japan, ekki síst meðal íhaldsmanna, sem mjög höfðu beitt sér gegn hreyfingu þeirra sem þrýstu á um að ríkiserfðareglunum yrði breytt. Dagblöð gáfu út aukablöð sem rifin voru út og sjónvarpsstöðvar sendu út beint allan daginn af sjúkrahúsinu og sýndu inni á milli heimildaþætti um foreldrana. Þau eiga tvær dætur fyrir. Þetta er stórkostlegt, sagði Junichiro Koizumi forsætisráðherra er hann var inntur eftir viðbrögðum við tíðindunum. Ekki aðeins keisarafjölskyldan heldur öll japanska þjóðin hlýtur að hafa fundið til mikillar gleði, sagði hann. Erlent Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Fleiri fréttir Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Sjá meira
Kiko prinsessa, eiginkona Akishinos yngri sonar Akihitos Japanskeisara, ól í gær son og er hann fyrsta sveinbarnið sem fæðist í keisarafjölskyldunni í fjörtíu ár. Þar með er botninn að mestu dottinn úr umræðu um það hvort breyta eigi fornum reglum um ríkiserfðir í Japan, þannig að kona geti erft keisaradæmið. Barnið var tekið með keisaraskurði á sjúkrahúsi í Tókýó. Drengurinn er þriðji í ríkiserfðaröðinni á eftir föður sínum og föðurbróður, krónprinsinum Naruhito. Hirðin í Tókýó tilkynnti að greint yrði frá nafni hins nýfædda prins næstkomandi þriðjudag. Fréttinni af fæðingu sveinsins var tekið með kostum og kynjum í Japan, ekki síst meðal íhaldsmanna, sem mjög höfðu beitt sér gegn hreyfingu þeirra sem þrýstu á um að ríkiserfðareglunum yrði breytt. Dagblöð gáfu út aukablöð sem rifin voru út og sjónvarpsstöðvar sendu út beint allan daginn af sjúkrahúsinu og sýndu inni á milli heimildaþætti um foreldrana. Þau eiga tvær dætur fyrir. Þetta er stórkostlegt, sagði Junichiro Koizumi forsætisráðherra er hann var inntur eftir viðbrögðum við tíðindunum. Ekki aðeins keisarafjölskyldan heldur öll japanska þjóðin hlýtur að hafa fundið til mikillar gleði, sagði hann.
Erlent Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Fleiri fréttir Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Sjá meira