HK getur tryggt úrvalsdeildarsætið 9. september 2006 11:15 Úr leik HK og Þórs. Gunnar Líndal, markvörður Þórs, hefur gripið knöttinn áður en Jón Þorgrímur Stefánsson, leikmaður HK, komst til hans. Bæði lið verða í eldlínunni í dag. MYND/Vilhelm Í dag fer fram fjöldinn allur af knattspyrnuleikjum sem hafa mikið að segja um örlög liða í neðri deildunum hér á landi. Sautjánda og næstsíðasta umferðin fer fram í 1. deildinni og getur HK tryggt sér sæti í Landsbankadeild karla en Fram getur í dag tryggt sér sigur í deildinni. Nú þegar er ljóst hvaða þrjú lið komast upp úr 2. deildinni og þá verður leikið um meistaratitilinn í 3. deildinni í dag. Fram er löngu búið að tryggja sér sæti í efstu deild karla og HK er í afar góðri stöðu í 2. sæti. Liðið er með fjögurra stiga forskot á næsta lið, Fjölni, þegar tvær umferðir eru eftir. Það þýðir að ef Fjölnir misstígur sig gegn Þrótti í dag skiptir engu þótt HK tapi á móti Víkingi frá Ólafsvík. Víkingur er í 9. sæti deildarinnar sem er þó ekki fallsæti í ár þar sem liðunum í 1. deild verður fjölgað um tvö á næsta ári. Það þýðir að eitt lið fellur úr 1. deildinni og þrjú lið komast upp úr 2. deildinni. Fallbaráttan er þó afar spennandi þar sem fimm lið eiga enn tölfræðilegan möguleika á því að falla. Samt mun þó ekkert þeirra liða mæta innbyrðis í dag og verður því forvitnilegt að sjá hvernig þau standa sig. Botnlið Þórs frá Akureyri mætir toppliði Fram í dag en síðarnefnda liðinu dugir jafntefli til að tryggja sér sigur í deildinni. Fjarðabyggð, Njarðvík og Reynir frá Sandgerði hafa þegar tryggt sér sæti í 1. deildinni að ári en árangur Reynis er athyglisverður þar sem liðið er nú að færa sig upp um deild annað árið í röð. Liðum verður einnig fjölgað í 2. deildinni á næsta ári og því aðeins eitt lið sem fellur úr deildinni. Sindri kom með Reyni upp úr 3. deildinni í fyrra en vermir nú botnsæti deildarinnar fyrir lokaumferðina í dag. Það á í harðri baráttu við Hugin, sem er með einu stigi meira, um að halda sæti sínu í deildinni. Bæði lið eiga erfiða heimaleiki á dagskrá í dag. Fjölgun liða í 2. deildinni þýðir að þrjú lið komast upp úr 3. deildinni. Í þeirri deild hefur verið sá háttur lengi að haldin er úrslitakeppni í lok tímabilsins og er komið að úrslitaleiknum og leiknum um 3. sætið í dag. Bæði liðin í úrslitaleiknum, Magni og Höttur, eru vitanlega bæði búin að tryggja sér sæti í 2. deildinni en leikurinn um þriðja sætið, sem er vanalega heldur þýðingarlítil viðureign, verður spennuþrungin í dag. ÍH og Kári, frá Akranesi, geta með sigri tryggt sér síðasta sætið í 2. deildinni og verður því væntanlega barist til síðasta blóðdropa. Leikurinn fer fram á Kaplakrikavelli, heimavelli Íslandsmeistara FH.eirikur. Íslenski boltinn Innlendar Íþróttir Pepsi Max-deild karla Mest lesið Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Enski boltinn Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Fótbolti Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Körfubolti Yfirlýsing Ármanns vegna brottvísunar Arnars Péturs: Hann stytti sér leið Sport Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Handbolti Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Íslenski boltinn Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Enski boltinn Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Íslenski boltinn Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Fleiri fréttir Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Stjarnan selur Kjartan Má til Aberdeen Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Heimsmeistarar Spánverja í ham í fyrsta leik á EM Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Yfirlýsing Ármanns vegna brottvísunar Arnars Péturs: Hann stytti sér leið Beta og belgísku stelpurnar töpuðu fyrsta leiknum sínum á EM Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Besti hópur sem ég hef unnið með: „Þær vilja vita öll smáatriði“ „Það er ekki þörf á mér lengur“ Stefán vann í stað Arnars Fékk rautt spjald fyrir ári síðan og má ekki spila í kvöld Cecilía og Sveindís mynda gott grínpar: „Hún er léttklikkuð“ Skriðdrekar á ferð við æfingasvæði Íslands Forsetinn hressti stelpurnar við: „Hitti algjörlega naglann á höfuðið“ EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Þorsteinn um fráfall Jota: „Sorglegar fréttir“ Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Mínútu þögn fyrir leik Portúgals í kvöld Sjáðu úrslitin ráðast í æsispennandi vítakeppni í Vestmannaeyjum Sjá meira
Í dag fer fram fjöldinn allur af knattspyrnuleikjum sem hafa mikið að segja um örlög liða í neðri deildunum hér á landi. Sautjánda og næstsíðasta umferðin fer fram í 1. deildinni og getur HK tryggt sér sæti í Landsbankadeild karla en Fram getur í dag tryggt sér sigur í deildinni. Nú þegar er ljóst hvaða þrjú lið komast upp úr 2. deildinni og þá verður leikið um meistaratitilinn í 3. deildinni í dag. Fram er löngu búið að tryggja sér sæti í efstu deild karla og HK er í afar góðri stöðu í 2. sæti. Liðið er með fjögurra stiga forskot á næsta lið, Fjölni, þegar tvær umferðir eru eftir. Það þýðir að ef Fjölnir misstígur sig gegn Þrótti í dag skiptir engu þótt HK tapi á móti Víkingi frá Ólafsvík. Víkingur er í 9. sæti deildarinnar sem er þó ekki fallsæti í ár þar sem liðunum í 1. deild verður fjölgað um tvö á næsta ári. Það þýðir að eitt lið fellur úr 1. deildinni og þrjú lið komast upp úr 2. deildinni. Fallbaráttan er þó afar spennandi þar sem fimm lið eiga enn tölfræðilegan möguleika á því að falla. Samt mun þó ekkert þeirra liða mæta innbyrðis í dag og verður því forvitnilegt að sjá hvernig þau standa sig. Botnlið Þórs frá Akureyri mætir toppliði Fram í dag en síðarnefnda liðinu dugir jafntefli til að tryggja sér sigur í deildinni. Fjarðabyggð, Njarðvík og Reynir frá Sandgerði hafa þegar tryggt sér sæti í 1. deildinni að ári en árangur Reynis er athyglisverður þar sem liðið er nú að færa sig upp um deild annað árið í röð. Liðum verður einnig fjölgað í 2. deildinni á næsta ári og því aðeins eitt lið sem fellur úr deildinni. Sindri kom með Reyni upp úr 3. deildinni í fyrra en vermir nú botnsæti deildarinnar fyrir lokaumferðina í dag. Það á í harðri baráttu við Hugin, sem er með einu stigi meira, um að halda sæti sínu í deildinni. Bæði lið eiga erfiða heimaleiki á dagskrá í dag. Fjölgun liða í 2. deildinni þýðir að þrjú lið komast upp úr 3. deildinni. Í þeirri deild hefur verið sá háttur lengi að haldin er úrslitakeppni í lok tímabilsins og er komið að úrslitaleiknum og leiknum um 3. sætið í dag. Bæði liðin í úrslitaleiknum, Magni og Höttur, eru vitanlega bæði búin að tryggja sér sæti í 2. deildinni en leikurinn um þriðja sætið, sem er vanalega heldur þýðingarlítil viðureign, verður spennuþrungin í dag. ÍH og Kári, frá Akranesi, geta með sigri tryggt sér síðasta sætið í 2. deildinni og verður því væntanlega barist til síðasta blóðdropa. Leikurinn fer fram á Kaplakrikavelli, heimavelli Íslandsmeistara FH.eirikur.
Íslenski boltinn Innlendar Íþróttir Pepsi Max-deild karla Mest lesið Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Enski boltinn Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Fótbolti Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Körfubolti Yfirlýsing Ármanns vegna brottvísunar Arnars Péturs: Hann stytti sér leið Sport Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Handbolti Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Íslenski boltinn Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Enski boltinn Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Íslenski boltinn Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Fleiri fréttir Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Stjarnan selur Kjartan Má til Aberdeen Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Heimsmeistarar Spánverja í ham í fyrsta leik á EM Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Yfirlýsing Ármanns vegna brottvísunar Arnars Péturs: Hann stytti sér leið Beta og belgísku stelpurnar töpuðu fyrsta leiknum sínum á EM Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Besti hópur sem ég hef unnið með: „Þær vilja vita öll smáatriði“ „Það er ekki þörf á mér lengur“ Stefán vann í stað Arnars Fékk rautt spjald fyrir ári síðan og má ekki spila í kvöld Cecilía og Sveindís mynda gott grínpar: „Hún er léttklikkuð“ Skriðdrekar á ferð við æfingasvæði Íslands Forsetinn hressti stelpurnar við: „Hitti algjörlega naglann á höfuðið“ EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Þorsteinn um fráfall Jota: „Sorglegar fréttir“ Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Mínútu þögn fyrir leik Portúgals í kvöld Sjáðu úrslitin ráðast í æsispennandi vítakeppni í Vestmannaeyjum Sjá meira