Ný ofurtölva tilbúin eftir tvö ár 13. september 2006 00:01 Ný ofurtölva á leiðinni. Bandaríski tölvurisinn IBM segir tvö ár þar til fyrirtækið verði tilbúið með nýja öfurtölvu. Hún er talsvert öflugri en þessar gömlu tölvur frá IBM. MYND/Heiða Bandaríski tölvurisinn IBM hefur fengið leyfi til að smíða hraðvirkustu tölvu í heimi í rannsóknarstofu bandaríska orkumálaráðuneytisins í Los Alamos í Nýju-Mexíkó. Áætlað er að tölvan, sem hefur fengið vinnuheitið Roadrunner, verði fjórum sinnum hraðvirkari en BlueGene/L, sem IBM smíðaði og er heimsins hraðvirkasta tölva nú um stundir. Í tölvunni verða 16.000 hefðbundnir ofurörgjörvar og jafn margir örgjörvar sem notaðir eru í nýju PlayStation 3 leikjatölvunni frá Sony og þykja þeir hraðvirkustu um þessar mundir. Jafn margir örgjörvar eru í BlueGene/L ofurtölvunni en ástæðan fyrir aukinni getu nýju tölvunnar er sú hversu örgjörvarnir sem munu prýða leikjatölvuna eru öflugir. Þá standa vonir manna til að ofurtölvan Roadrunner geti framkvæmt eitt petaflopp (1 Pflop/s) útreikninga á sekúndu en slíkt jafngildir þúsund billjón (þúsund x milljón x milljón) útreikningum á sekúndu. Til samanburðar getur BlueGene/L og sú hraðvirkasta nú um stundir framkvæmt 136,8 teraflopp (TFlop/s) eða 136,8 billjón útreikninga á sekúndu. Á meðal þess sem ofurtölvan mun gera er að búa til líkan til að greina fyrirbyggjandi áhrif próteins gegn sjúkdómum á borð við Alzheimer. Reiknað er með að smíði Roadrunner-tölvunnar ljúki eftir tvö ár. Viðskipti Mest lesið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Fleiri fréttir Frá Íslandi til stjarnanna Léttir að geta loks rætt íslenskan leik opinberlega Myrkur Games birta fyrstu stiklu Echoes of the End Hvað í ósköpunum gerði James Bond á Íslandi? Sjá meira
Bandaríski tölvurisinn IBM hefur fengið leyfi til að smíða hraðvirkustu tölvu í heimi í rannsóknarstofu bandaríska orkumálaráðuneytisins í Los Alamos í Nýju-Mexíkó. Áætlað er að tölvan, sem hefur fengið vinnuheitið Roadrunner, verði fjórum sinnum hraðvirkari en BlueGene/L, sem IBM smíðaði og er heimsins hraðvirkasta tölva nú um stundir. Í tölvunni verða 16.000 hefðbundnir ofurörgjörvar og jafn margir örgjörvar sem notaðir eru í nýju PlayStation 3 leikjatölvunni frá Sony og þykja þeir hraðvirkustu um þessar mundir. Jafn margir örgjörvar eru í BlueGene/L ofurtölvunni en ástæðan fyrir aukinni getu nýju tölvunnar er sú hversu örgjörvarnir sem munu prýða leikjatölvuna eru öflugir. Þá standa vonir manna til að ofurtölvan Roadrunner geti framkvæmt eitt petaflopp (1 Pflop/s) útreikninga á sekúndu en slíkt jafngildir þúsund billjón (þúsund x milljón x milljón) útreikningum á sekúndu. Til samanburðar getur BlueGene/L og sú hraðvirkasta nú um stundir framkvæmt 136,8 teraflopp (TFlop/s) eða 136,8 billjón útreikninga á sekúndu. Á meðal þess sem ofurtölvan mun gera er að búa til líkan til að greina fyrirbyggjandi áhrif próteins gegn sjúkdómum á borð við Alzheimer. Reiknað er með að smíði Roadrunner-tölvunnar ljúki eftir tvö ár.
Viðskipti Mest lesið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Fleiri fréttir Frá Íslandi til stjarnanna Léttir að geta loks rætt íslenskan leik opinberlega Myrkur Games birta fyrstu stiklu Echoes of the End Hvað í ósköpunum gerði James Bond á Íslandi? Sjá meira