Lífið

Heita nú Rock Star: Supernova

Ósáttir. Þeir félagar Tommy Lee, Jason Newsted og Gilby Clarke eru væntanlega ekkert sérlega sáttir með nafnabreytinguna.
Ósáttir. Þeir félagar Tommy Lee, Jason Newsted og Gilby Clarke eru væntanlega ekkert sérlega sáttir með nafnabreytinguna.
Nafni hljómsveitarinnar Supernova, sem Magni Ásgeirsson var nálægt því að komast í, hefur verið breytt í Rock Star: Supernova. Heitir hljómsveitin því eftir raunveruleikaþættinum sem kom henni á kortið. Pönksveitin Supernova frá Kaliforníu höfðaði mál gegn Tommy Lee og félögum fyrir að stela nafninu og á endanum þurfti raunveruleikasveitin að gefa eftir.

Hin upphaflega Supernova hefur gefið út þrjár plötur undir því nafni frá árinu 1991. Voru liðsmenn hennar afar ósáttir þegar hin nýja Supernova kom fram og höfðaði því mál gegn CBS-sjónvarpsstöðinni, öllum þátttakendum og framleiðandanum Mark Burnett fyrir ósanngjarna samkeppni og fyrir að hafa troðið á vörumerki þeirra.

Fyrstu tónleikar Rock Star: Supernova með nýja söngvarann Lukas Rossi í fararbroddi verða haldnir í Las Vegas á nýárskvöld.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.