Væri ekki líft í Kópavogi hefði Breiðablik fallið 25. september 2006 11:45 „Þetta var rosalega gaman og mikill léttir að við náðum að halda okkur uppi. Það var búið að vera mikið stress en svo enduðu allir leikir okkur í hag. Fimmta sætið er betra en ég bjóst við fyrir tímabilið,“ sagði Steinþór Freyr Þorsteinsson, leikmaður Breiðabliks, við Fréttablaðið í gær. Blikar unnu Keflavík 2-1 á laugardaginn í lokaumferðinni og björguðu sér ekki aðeins frá falli heldur tryggðu þeir sér fimmta sætið. Steinþór var mjög sprækur í leiknum og er hann leikmaður umferðarinnar. Hann fiskaði m.a. vítaspyrnuna sem Arnar Grétarsson skoraði annað mark Breiðabliks úr. „Það var mikið fagnað eftir leikinn, uppskeruhátíð Breiðabliks var um kvöldið og þar var mikil stemning. Ég verð að viðurkenna það að ég bjóst við Keflvíkingum sterkari. Í fyrri hálfleik áttu þeir ekki færi og voru ekkert að skapa sér. Það er kannski skiljanlegt að einhverju leyti þar sem þeir höfðu að engu að keppa,“ sagði Steinþór. Hann er á 21. aldursári og á landsleiki að baki fyrir yngri landslið Íslands. Hann hóf sinn feril í Fylki en ungur að árum fór hann í Breiðablik. „Ég er mjög ánægður með mína frammistöðu í sumar, ég lenti í meiðslum og missti af nokkrum leikjum en fyrir utan það er ég mjög ánægður,“ sagði Steinþór. „Öll lið í deildinni nánast hafa verið að vinna og tapa til skiptis í sumar og það sama á við um okkur. það hefur skort ákveðinn stöðugleika en við höfum verið ótrúlega óheppnir í mörgum af þessum leikjum.“ Steinþór ber Ólafi Kristjánssyni vel söguna en Ólafur tók við liðinu af Bjarna Jóhannsyni þegar það var í fallsæti. „Óli hefur reynst okkur vel, hann kom með nýjar áherslur inn í þetta og þær hafa virkað. Liðið hefur verið að spila betur eftir að hann kom,“ sagði Steinþór og segist vilja sjá liðið enda ofar á næsta tímabili. „Við verðum að stefna hærra, lenda ofar en í ár. Væri ekki leiðinlegt að ná að blanda sér í einhvern slag ofarlega á töflunni.“ Steinþór er frægur fyrir að taka mjög löng innköst með því að skella sér í flikk-flakk stökk og hefur það vakið mikla athygli. „Þetta byrjaði af viti með U17 landsliðinu. Ég var eitthvað búinn að vera að leika mér að þessu og svo var verið að spyrja hver gæti tekið löng innköst. Þá sagði ég að ég gæti gert þetta og þá fór ég að taka svona innköst í leikjum,“ sagði Steinþór. Það verða tvö Kópavogslið í Landsbankadeildinni næsta sumar og því nóg að gera fyrir Steinþór, sem sér um að slá Kópavogsvöll. HK komst upp úr 1. deildinni fyrir skömmu og neitar Steinþór því ekki að það hefði gert fall úr deildinni enn hræðilegra. „Það hefði ekki verið líft í Kópavogi ef við hefðum fallið. Sú staðreynd að HK var búið að tryggja sér upp var ekki til að minnka baráttuna í okkur. Það er samt gaman að fá þá í deildina, það er alltaf skemmtilegast að spila nágrannaslagi. Það hefur ekki farið framhjá okkur að HK-ingum finnst mjög gaman þegar við töpum og auglýsa það mikið. Ég á marga góða vini í HK en þegar á völlinn er komið þá hverfur vináttan,“ sagði Steinþór. Íþróttir Pepsi Max-deild karla Mest lesið Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Handbolti Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Handbolti Þjálfar enn í skugga réttarhaldanna Sport Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Enski boltinn Fleiri fréttir Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Sjá meira
„Þetta var rosalega gaman og mikill léttir að við náðum að halda okkur uppi. Það var búið að vera mikið stress en svo enduðu allir leikir okkur í hag. Fimmta sætið er betra en ég bjóst við fyrir tímabilið,“ sagði Steinþór Freyr Þorsteinsson, leikmaður Breiðabliks, við Fréttablaðið í gær. Blikar unnu Keflavík 2-1 á laugardaginn í lokaumferðinni og björguðu sér ekki aðeins frá falli heldur tryggðu þeir sér fimmta sætið. Steinþór var mjög sprækur í leiknum og er hann leikmaður umferðarinnar. Hann fiskaði m.a. vítaspyrnuna sem Arnar Grétarsson skoraði annað mark Breiðabliks úr. „Það var mikið fagnað eftir leikinn, uppskeruhátíð Breiðabliks var um kvöldið og þar var mikil stemning. Ég verð að viðurkenna það að ég bjóst við Keflvíkingum sterkari. Í fyrri hálfleik áttu þeir ekki færi og voru ekkert að skapa sér. Það er kannski skiljanlegt að einhverju leyti þar sem þeir höfðu að engu að keppa,“ sagði Steinþór. Hann er á 21. aldursári og á landsleiki að baki fyrir yngri landslið Íslands. Hann hóf sinn feril í Fylki en ungur að árum fór hann í Breiðablik. „Ég er mjög ánægður með mína frammistöðu í sumar, ég lenti í meiðslum og missti af nokkrum leikjum en fyrir utan það er ég mjög ánægður,“ sagði Steinþór. „Öll lið í deildinni nánast hafa verið að vinna og tapa til skiptis í sumar og það sama á við um okkur. það hefur skort ákveðinn stöðugleika en við höfum verið ótrúlega óheppnir í mörgum af þessum leikjum.“ Steinþór ber Ólafi Kristjánssyni vel söguna en Ólafur tók við liðinu af Bjarna Jóhannsyni þegar það var í fallsæti. „Óli hefur reynst okkur vel, hann kom með nýjar áherslur inn í þetta og þær hafa virkað. Liðið hefur verið að spila betur eftir að hann kom,“ sagði Steinþór og segist vilja sjá liðið enda ofar á næsta tímabili. „Við verðum að stefna hærra, lenda ofar en í ár. Væri ekki leiðinlegt að ná að blanda sér í einhvern slag ofarlega á töflunni.“ Steinþór er frægur fyrir að taka mjög löng innköst með því að skella sér í flikk-flakk stökk og hefur það vakið mikla athygli. „Þetta byrjaði af viti með U17 landsliðinu. Ég var eitthvað búinn að vera að leika mér að þessu og svo var verið að spyrja hver gæti tekið löng innköst. Þá sagði ég að ég gæti gert þetta og þá fór ég að taka svona innköst í leikjum,“ sagði Steinþór. Það verða tvö Kópavogslið í Landsbankadeildinni næsta sumar og því nóg að gera fyrir Steinþór, sem sér um að slá Kópavogsvöll. HK komst upp úr 1. deildinni fyrir skömmu og neitar Steinþór því ekki að það hefði gert fall úr deildinni enn hræðilegra. „Það hefði ekki verið líft í Kópavogi ef við hefðum fallið. Sú staðreynd að HK var búið að tryggja sér upp var ekki til að minnka baráttuna í okkur. Það er samt gaman að fá þá í deildina, það er alltaf skemmtilegast að spila nágrannaslagi. Það hefur ekki farið framhjá okkur að HK-ingum finnst mjög gaman þegar við töpum og auglýsa það mikið. Ég á marga góða vini í HK en þegar á völlinn er komið þá hverfur vináttan,“ sagði Steinþór.
Íþróttir Pepsi Max-deild karla Mest lesið Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Handbolti Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Handbolti Þjálfar enn í skugga réttarhaldanna Sport Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Enski boltinn Fleiri fréttir Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Sjá meira
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó