Erlent

Læknar í sjálfsmorðshug

Þriðjungur lækna er í sjálfsmorðshugleiðingum ef marka má niðurstöður nýrrar rannsóknar sem gerð var á vinnuumhverfi starfsfólks Karólínska háskólasjúkrahússins í Stokkhólmi. Jafnmargir læknar telja sig vera útbrunna í starfi.

Samkvæmt rannsókninni finnst mörgum starfsmönnum þeir hafa verið áreittir eða niðurlægðir og sjöundi hver starfsmaður segist hafa verið lagður í einelti á vinnustað. Ann Fridner, sem stýrir rannsókninni, segir niðurstöðuna hræðilega en ekki koma sér á óvart, þessi þróun sé algeng á Vesturlöndum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×