Erlent

Sýnir myndband með Atta

Mohammed Atta
Mohammed Atta

Myndband af Mohammed Atta, sem flaug farþegavél á annan Tvíburaturnanna í New York í september 2001, var birt á vefsíðu Sunday Times í gær. Þetta er í fyrsta sinn sem myndbandið er sýnt opinberlega.

Myndbandið mun hafa verið tekið upp í þjálfunarbúðum al-Kaída í Afganistan í janúar 2000 og ætlað til sýningar eftir dauða Atta. Á upptökunni, sem er hljóðlaus, sést hann grínast við félaga sinn og halda svo ræðu, alvarlegur í bragði.

Á myndbandinu sjást einnig myndir af Osama bin Laden, leiðtoga al-Kaída hryðjuverkasamtakanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×