Erlent

Mundi fyrstu 100.000 tölur pí

Sextugur japanskur maður, Akira Haraguchi, sló heimsmet í gær þegar hann þuldi upp fyrstu 100.000 aukastafi í tölunni pí, sem hann hafði lært utanbókar. Afrekið tók ríflega 16 klukkustundir. Í nýjustu útgáfu heimsmetabókar Guinness er titilhafinn sagður Japaninn Hiroyuki Goto, sem árið 1995 þuldi upp fyrstu 42.195 aukastafi í pí. Talan pí er óræð tala sem ekki er hægt að skrifa sem brot þar sem heilli tölu er deilt í aðra heila tölu. Þegar pí er skrifað sem tugabrot verða aukastafirnir óendanlega margir. Hún byrjar á stöfunum 3,141592.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×