Erlent

Komið í veg fyrir tugi tilræða

Öryggismálayfirvöld í Evrópu hafa komið upp um og í veg fyrir 30 til 40 hryðjuverkatilræði í álfunni á síðustu fimm árum, eða frá 11. september 2001. Frá þessu greindi Jörn Holme, yfirmaður norsku öryggislögreglunnar, í gær.

Holme sagði á öryggismálaráðstefnu í Ósló að norska öryggislögreglan og systurstofnanir hennar í öðrum löndum Evrópu hefðu gert það að sínu mesta forgangsmáli að hindra slíkar árásir.

Töluna yfir fjölda hindraðra tilræða hafði Holme frá Tore Björgmo, sérfræðingi í hryðjuverkamálum við norska lögregluháskólann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×