Tímaskekkja 6. október 2006 08:28 Verulega kemur á óvart að þeir forystumenn ríkisstjórnarflokkanna sem vélað hafa um málefni fjölmiðla undanfarin misseri skuli ekkert hafa lært af þeirri umræðu sem fram hefur farið. Endurflutt frumvörp ríkisstjórnarinnar um Ríkisútvarpið ohf. og aðra fjölmiðla eru dapurlegur vitnisburður um tímaskekkju. Með Ríkisútvarpsfrumvarpinu er ríkisstjórnin að brjóta eins konar sátt sem ríkt hefur um ríkisrekið útvarp og sjónvarp á menningarlegum forsendum milli þeirra sem almennt vilja standa vörð um ríkisrekstur og hinna sem aðhyllast einkarekstur. Af því getur ekkert hlotist nema menningarlegt tjón. Óumdeilt ætti að vera að því er Ríkisútvarpið varðar að Rás eitt hefur skorið sig úr. Hún hefur með miklum ágætum verið vettvangur þeirrar mikilvægu menningarlegu útvarpsstarfsemi sem flestum finnst eðlilegt að ríkið annist. Aðrir þættir í útvarps- og sjónvarpsrekstri Ríkisútvarpsins hafa verið fólgnir í almannaþjónustu af ýmsu tagi á sama grundvelli og einkafyrirtæki á þessu sviði hafa sinnt. Á þessu er ekki verið að gera neinar grundvallarbreytingar. Talsmenn ríkisstjórnarinnar hafa bent á að sums staðar á Norðurlöndunum þekkist ríkisrekstur á útvarpi og sjónvarpi í hlutafélagaformi. Tilvísanir af þessu tagi eru vísvitandi blekking fyrir þá sök að í þeim tilvikum er ekki um að ræða samkeppnisrekstur á auglýsingamarkaði með sama hætti og hér. Hægur vandi hefði verið að ná almennri sátt um takmörkun á stærð eignarhluta í fjölmiðlafyrirtækjum. En ríkisstjórnin kýs fremur stríð um það atriði en frið. Þannig á að mismuna fyrirtækjum að þessu leyti eftir því hvernig þau eru skipulagslega upp byggð. Það stríðir gegn öllum eðlilegum leikreglum um jafnræði. Ríkisútvarpið verður að stærstum hluta í samkeppnisrekstri við einkarekin fjölmiðlafyrirtæki á sviði almannaþjónustu. Engin skynsamleg rök eru þar af leiðandi fyrir því að undanskilja handhafa hlutabréfs ríkisins frá almennum kröfum um dreifð eignarráð að fjölmiðlafyrirtækjum. Sjónarmiðin um dreifða eignaraðild eiga nákvæmlega eins við um Ríkisútvarpið ohf. eins og önnur hlutafélög. Sú spurning hefur því eðlilega risið að þessháttar frávik gæti jafnvel stangast á við jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar. Þá sætir furðu að ríkisstjórnin skuli ekki hafa hlustað á þá gagnrýni sem fram kom í umræðum síðastliðið vor á áform hennar um að setja ritstjórnarstefnu einstakra fjölmiðla undir vald stéttarfélaga og opinberrar eftirlitsnefndar. Ef ráðagerðir af þessu tagi hefðu komið upp fyrir hálfri öld hefði þeim ugglaust verið líkt við sovétið. En nú er engar slíkar samlíkingar að hafa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Þorsteinn Pálsson Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Verulega kemur á óvart að þeir forystumenn ríkisstjórnarflokkanna sem vélað hafa um málefni fjölmiðla undanfarin misseri skuli ekkert hafa lært af þeirri umræðu sem fram hefur farið. Endurflutt frumvörp ríkisstjórnarinnar um Ríkisútvarpið ohf. og aðra fjölmiðla eru dapurlegur vitnisburður um tímaskekkju. Með Ríkisútvarpsfrumvarpinu er ríkisstjórnin að brjóta eins konar sátt sem ríkt hefur um ríkisrekið útvarp og sjónvarp á menningarlegum forsendum milli þeirra sem almennt vilja standa vörð um ríkisrekstur og hinna sem aðhyllast einkarekstur. Af því getur ekkert hlotist nema menningarlegt tjón. Óumdeilt ætti að vera að því er Ríkisútvarpið varðar að Rás eitt hefur skorið sig úr. Hún hefur með miklum ágætum verið vettvangur þeirrar mikilvægu menningarlegu útvarpsstarfsemi sem flestum finnst eðlilegt að ríkið annist. Aðrir þættir í útvarps- og sjónvarpsrekstri Ríkisútvarpsins hafa verið fólgnir í almannaþjónustu af ýmsu tagi á sama grundvelli og einkafyrirtæki á þessu sviði hafa sinnt. Á þessu er ekki verið að gera neinar grundvallarbreytingar. Talsmenn ríkisstjórnarinnar hafa bent á að sums staðar á Norðurlöndunum þekkist ríkisrekstur á útvarpi og sjónvarpi í hlutafélagaformi. Tilvísanir af þessu tagi eru vísvitandi blekking fyrir þá sök að í þeim tilvikum er ekki um að ræða samkeppnisrekstur á auglýsingamarkaði með sama hætti og hér. Hægur vandi hefði verið að ná almennri sátt um takmörkun á stærð eignarhluta í fjölmiðlafyrirtækjum. En ríkisstjórnin kýs fremur stríð um það atriði en frið. Þannig á að mismuna fyrirtækjum að þessu leyti eftir því hvernig þau eru skipulagslega upp byggð. Það stríðir gegn öllum eðlilegum leikreglum um jafnræði. Ríkisútvarpið verður að stærstum hluta í samkeppnisrekstri við einkarekin fjölmiðlafyrirtæki á sviði almannaþjónustu. Engin skynsamleg rök eru þar af leiðandi fyrir því að undanskilja handhafa hlutabréfs ríkisins frá almennum kröfum um dreifð eignarráð að fjölmiðlafyrirtækjum. Sjónarmiðin um dreifða eignaraðild eiga nákvæmlega eins við um Ríkisútvarpið ohf. eins og önnur hlutafélög. Sú spurning hefur því eðlilega risið að þessháttar frávik gæti jafnvel stangast á við jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar. Þá sætir furðu að ríkisstjórnin skuli ekki hafa hlustað á þá gagnrýni sem fram kom í umræðum síðastliðið vor á áform hennar um að setja ritstjórnarstefnu einstakra fjölmiðla undir vald stéttarfélaga og opinberrar eftirlitsnefndar. Ef ráðagerðir af þessu tagi hefðu komið upp fyrir hálfri öld hefði þeim ugglaust verið líkt við sovétið. En nú er engar slíkar samlíkingar að hafa.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun