Einelti 7. október 2006 00:01 Það var Marteinn skógarmús sem elti mig og reyndi að éta mig. Allir ættu að kannast við þessa málsvörn Mikka refs úr Dýrunum í Hálsaskógi. Hún þótti ekki sérlega sannfærandi í leikritinu en kannski gleymdi Egner að skrifa réttu persónurnar inn í stykkið. Kannski hefði hann átt að bæta þeim Vilhjálmi Egilssyni, Birni Bjarnasyni og Styrmi Gunnarssyni inn í það, með þá Andrés Magnússon, Hannes Hólmstein og Þór Whitehead sem aukapersónur. Þá hefði Mikki refur eignast fjölmennan kór stuðningsmanna og aldrei þurft að hætta að borða önnur dýr. Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, heldur því fram að álframleiðsla á Íslandi sé lögð í einelti. Ég nenni ekki að elta ólar við það hversu heimskulegur og móðgandi allur hans málflutningur er. Aðalatriði málsins er að hann er rangur. Það felst ekkert einelti í því að álfyrirtækjunum er boðið lægsta raforkuverð í heimi ef þau vilja allranáðarsamlegast hefja starfsemi á Íslandi. Ekki fólst heldur neitt einelti í því að umhverfisráðherra skyldi hunsa niðurstöðu Skipulagsstofnunar um Kárahnjúkavirkjun, en Skipulagsstofnun lagðist gegn þeirri framkvæmd vegna verulegra, neikvæðra og óafturkræfra umhverfisáhrifa. Allir sem hafa í sér einhvern snefil af réttlæti geta ekki komist hjá þeirri niðurstöðu að í þessu spili öllu saman hafi verið rangt gefið frá upphafi og að allt sem ráðamenn á Íslandi hafi gert hafi verið álrisunum í hag. Það sem er sláandi við málflutning framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins, er að hann þolir einfaldlega ekki að hlusta á mótmæli músarinnar yfir því að vera étin. Það er hin eina sanna ósvinna í hans augum og gengur sú sjálfsblekking svo langt að hann fer að tala um rándýrið sem fórnarlambið. Hið sama má segja um málsvara gamla kaldastríðsharðlínuliðsins sem ennþá virðist stjórna Morgunblaðinu og umfjöllun um samtímasögu á Íslandi. Fyrir liggur alvarlegur og rökstuddur grunur að ráðamenn hafi fyrirskipað hleranir og njósnir um samborgarana í pólitískum tilgangi. Þetta var eins konar sálfræðihernaður gegn pólitískum andstæðingum, framkvæmdur af stjórnmálamönnum sem voru svo vanir því að halda um valdatauma að þeir litu á það sem glæp ef einhver var ósammála þeim a.m.k. í tilteknum málum. Hleranir þessar skiluðu auðvitað engu, ekki frekar en hleranir hjá saklausu fólki gera almennt séð. Í stað þess að horfast í augu við þessar staðreyndir ómerkja talsmenn Sjálfstæðisflokksins í stétt blaðamanna og sagnfræðinga sjálfa sig með því að taka upp málflutning Mikka refs; í raun og veru á það að hafa verið músin sem ógnaði rándýrinu. Samhengið sem hér er rakið er ekki skiljanlegt öðrum en innvígðum og innmúruðum, en ímyndum okkur ef við lifðum eitt andartak í heimi Morgunblaðsins og Þjóðmála en ekki í raunheimum. Ef þessi vopnaði leyniher var til verður að hæla honum fyrir aðdáunarverða stillingu og kænsku sem hann sýndi árum saman. Ekki greip hann t.d. til vopna þegar lögregla og Heimdellingar börðu á friðsömum almenningi með kylfum 30. mars 1949. Ekki fundu hlerunarmeistarar ríkisins heldur leyniherinn með öllum persónunjósnunum. Samt eigum við að trúa að í rauninni hafi refurinn verið í mikilli hættu út af ágangi músarinnar. Veruleikafirring þeirra sem hafa skipað sér í klapplið rándýranna getur auðvitað verið með ólíkindum. Þannig reynir Morgunblað Styrmis Gunnarssonar að kenna Samtökum herstöðvaandstæðinga um hungursneyð í Úkraínu á 4. áratugnum. Ég býst fastlega við því að Morgunblaðið muni bráðum árétta að Sigurbjörn Einarsson hafi víst verið smurður Moskvuagent. Í sjálfu sér er það ekki nema jákvætt að herstöðvandstæðingar skuli vera svo flekklausir að Morgunblaðið treystir sér ekki til að gagnrýna neitt sem þeir hafa raunverulega sagt eða gert. En er brottför Bandaríkjahers virkilega svo mikið áfall fyrir Moggann að menn þar á bæ þurfi að gera sig að fíflum fyrir vikið? Á kannski þjóðin að hrista höfuðið yfir Morgunblaðinu og hugsa: Auminginn, hann er í ástarsorg og hefur leyfi til að láta eins og vitleysingur? Ég held að þegar frá líður muni Morgunblaðið skilja að ástarsamband blaðsins við Bandaríkjaher var frekar sjúkt og hvorugum til sóma. Viljinn til að læra af reynslunni og jafnvel að viðurkenna mistök öðru hvoru er ekki á allra færi. Það gerist kannski ekki nema í barnaleikritum að refir læri að borða gras og láta sér lynda við mýs. Það væri þó framför í því að hinir pólitísku refir hér á landi hættu að vorkenna sér og saka mýsnar um einelti. Þeir sem stóðu fyrir hlerunum á pólitískum andstæðingum árum saman og hafa með offorsi staðið fyrir stórfelldustu umhverfisspjöllum Íslandssögunnar líta á sjálfa sig sem fórnarlömb eineltis. Hvernig má það vera? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Sverrir Jakobsson Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun
Það var Marteinn skógarmús sem elti mig og reyndi að éta mig. Allir ættu að kannast við þessa málsvörn Mikka refs úr Dýrunum í Hálsaskógi. Hún þótti ekki sérlega sannfærandi í leikritinu en kannski gleymdi Egner að skrifa réttu persónurnar inn í stykkið. Kannski hefði hann átt að bæta þeim Vilhjálmi Egilssyni, Birni Bjarnasyni og Styrmi Gunnarssyni inn í það, með þá Andrés Magnússon, Hannes Hólmstein og Þór Whitehead sem aukapersónur. Þá hefði Mikki refur eignast fjölmennan kór stuðningsmanna og aldrei þurft að hætta að borða önnur dýr. Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, heldur því fram að álframleiðsla á Íslandi sé lögð í einelti. Ég nenni ekki að elta ólar við það hversu heimskulegur og móðgandi allur hans málflutningur er. Aðalatriði málsins er að hann er rangur. Það felst ekkert einelti í því að álfyrirtækjunum er boðið lægsta raforkuverð í heimi ef þau vilja allranáðarsamlegast hefja starfsemi á Íslandi. Ekki fólst heldur neitt einelti í því að umhverfisráðherra skyldi hunsa niðurstöðu Skipulagsstofnunar um Kárahnjúkavirkjun, en Skipulagsstofnun lagðist gegn þeirri framkvæmd vegna verulegra, neikvæðra og óafturkræfra umhverfisáhrifa. Allir sem hafa í sér einhvern snefil af réttlæti geta ekki komist hjá þeirri niðurstöðu að í þessu spili öllu saman hafi verið rangt gefið frá upphafi og að allt sem ráðamenn á Íslandi hafi gert hafi verið álrisunum í hag. Það sem er sláandi við málflutning framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins, er að hann þolir einfaldlega ekki að hlusta á mótmæli músarinnar yfir því að vera étin. Það er hin eina sanna ósvinna í hans augum og gengur sú sjálfsblekking svo langt að hann fer að tala um rándýrið sem fórnarlambið. Hið sama má segja um málsvara gamla kaldastríðsharðlínuliðsins sem ennþá virðist stjórna Morgunblaðinu og umfjöllun um samtímasögu á Íslandi. Fyrir liggur alvarlegur og rökstuddur grunur að ráðamenn hafi fyrirskipað hleranir og njósnir um samborgarana í pólitískum tilgangi. Þetta var eins konar sálfræðihernaður gegn pólitískum andstæðingum, framkvæmdur af stjórnmálamönnum sem voru svo vanir því að halda um valdatauma að þeir litu á það sem glæp ef einhver var ósammála þeim a.m.k. í tilteknum málum. Hleranir þessar skiluðu auðvitað engu, ekki frekar en hleranir hjá saklausu fólki gera almennt séð. Í stað þess að horfast í augu við þessar staðreyndir ómerkja talsmenn Sjálfstæðisflokksins í stétt blaðamanna og sagnfræðinga sjálfa sig með því að taka upp málflutning Mikka refs; í raun og veru á það að hafa verið músin sem ógnaði rándýrinu. Samhengið sem hér er rakið er ekki skiljanlegt öðrum en innvígðum og innmúruðum, en ímyndum okkur ef við lifðum eitt andartak í heimi Morgunblaðsins og Þjóðmála en ekki í raunheimum. Ef þessi vopnaði leyniher var til verður að hæla honum fyrir aðdáunarverða stillingu og kænsku sem hann sýndi árum saman. Ekki greip hann t.d. til vopna þegar lögregla og Heimdellingar börðu á friðsömum almenningi með kylfum 30. mars 1949. Ekki fundu hlerunarmeistarar ríkisins heldur leyniherinn með öllum persónunjósnunum. Samt eigum við að trúa að í rauninni hafi refurinn verið í mikilli hættu út af ágangi músarinnar. Veruleikafirring þeirra sem hafa skipað sér í klapplið rándýranna getur auðvitað verið með ólíkindum. Þannig reynir Morgunblað Styrmis Gunnarssonar að kenna Samtökum herstöðvaandstæðinga um hungursneyð í Úkraínu á 4. áratugnum. Ég býst fastlega við því að Morgunblaðið muni bráðum árétta að Sigurbjörn Einarsson hafi víst verið smurður Moskvuagent. Í sjálfu sér er það ekki nema jákvætt að herstöðvandstæðingar skuli vera svo flekklausir að Morgunblaðið treystir sér ekki til að gagnrýna neitt sem þeir hafa raunverulega sagt eða gert. En er brottför Bandaríkjahers virkilega svo mikið áfall fyrir Moggann að menn þar á bæ þurfi að gera sig að fíflum fyrir vikið? Á kannski þjóðin að hrista höfuðið yfir Morgunblaðinu og hugsa: Auminginn, hann er í ástarsorg og hefur leyfi til að láta eins og vitleysingur? Ég held að þegar frá líður muni Morgunblaðið skilja að ástarsamband blaðsins við Bandaríkjaher var frekar sjúkt og hvorugum til sóma. Viljinn til að læra af reynslunni og jafnvel að viðurkenna mistök öðru hvoru er ekki á allra færi. Það gerist kannski ekki nema í barnaleikritum að refir læri að borða gras og láta sér lynda við mýs. Það væri þó framför í því að hinir pólitísku refir hér á landi hættu að vorkenna sér og saka mýsnar um einelti. Þeir sem stóðu fyrir hlerunum á pólitískum andstæðingum árum saman og hafa með offorsi staðið fyrir stórfelldustu umhverfisspjöllum Íslandssögunnar líta á sjálfa sig sem fórnarlömb eineltis. Hvernig má það vera?
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun