Erlent

Auðvelda ekki samskipti

Andlitsblæja Heittrúuð múslimakona með andlitsblæju.
Andlitsblæja Heittrúuð múslimakona með andlitsblæju. MYND/AFP

Fyrrum utan­ríkisráðherra Bretlands sætir nú hörðum ásökunum fyrir orð sín um að múslimakonur sem hylja andlit sín með blæjum geti gert samskipti milli ólíkra þjóðfélagshópa erfiðari.

Andlitsblæjan er „sýnileg yfirlýsing um aðskilnað og mismun,“ skrifaði Jack Straw í grein sem birtist í Lancashire Evening Telegraph, en hann biður múslimakonur sem heimsækja hann á skrifstofu hans um að fjarlægja blæjuna.

Orð Straws reittu fjölmarga múslima til reiði, en talsmaður Ráðs breskra múslima sagðist skilja sjónarhorn Straws.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×