Erlent

Carl Bildt í utanríkismálin

Hægristjórn Nýi forsætisráðherrann Fredrik Reinfeldt gengur út úr þinghúsinu í Stokkhólmi eftir að hafa flutt fyrstu stefnuræðu sína í gær.
Hægristjórn Nýi forsætisráðherrann Fredrik Reinfeldt gengur út úr þinghúsinu í Stokkhólmi eftir að hafa flutt fyrstu stefnuræðu sína í gær. MYND/AP

Samsteypustjórn borgaralegu flokkanna í Svíþjóð tók við stjórnartaumunum í gær. Á óvart kom að nýi forsætisráðherrann Fredrik Reinfeldt, sem er leiðtogi Hægriflokksins, fékk Carl Bildt, fyrrverandi forsætisráðherra, til að fara með utanríkismálin.

Að Reinfeldt skyldi hafa fengið Bildt, sem stýrði minnihlutastjórn Hægriflokksins á árunum 1991-1994, til liðs við nýju stjórnina var slegið upp sem stórfrétt í sænsku blöðunum. Bildt sagðist myndu vinna að því að bæta tengslin milli Evrópusambandsins og Bandaríkjanna, sem hann sagði lykilatriði ef árangur ætti að nást í málum eins og baráttunni gegn gróðurhúsaáhrifunum eða leitinni að friði í Mið-Austurlöndum.

Menntamálaráðherra er Lars Leijonborg, leiðtogi Þjóðarflokksins. Maud Olofsson, formaður Miðflokksins, tekur við iðnaðarráðuneytinu. Alls eru ráðherrarnir tuttugu og tveir. Hægriflokkurinn fær helming ráðherraembættanna.

Nyamko Sabuni úr Þjóðarflokknum verður ráðherra innflytjendamála, en hún er fyrsti þeldökki ráðherrann í ríkisstjórn Svíþjóðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×